Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 10. október 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dortmund klárar kaupin á Couto frá City (Staðfest)
Mynd: Dortmund
Yan Couto hefur verið á láni hjá Dortmund í rúma tvo mánuði en í dag var tilkynnt að þýska félagið væri búið að ganga frá kaupum á lekmanninum.

Couto er brasilískur vængmaður sem kom á láni frá Manchester City í sumar. Fjallað var um að í lánssamningum væri kaupákvæði sem varð að kaupskyldu sem nú þegar er búið að ganga frá.

Dortmund greiðir City allt að 30 milljónir evra, eða um 25 milljónir punda, fyrir leikmanninn.

Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum með Dortmund, þar af tveimur í Meistaradeildinni.

Couto er 22 ára og getur bæði spilað í öllum stöðunum úti hægra megin. Hann kom til City frá Coritiba árið 2020 og var lánaður til Girona í tvígang og Braga einu sinni áður en hann hélt til Dortmund.

Hann náði ekki að spila keppnisleik með City en á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner