Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 11. apríl 2022 10:37
Elvar Geir Magnússon
Prag
Steini Halldórs: Gríðarlega stór leikur sem skiptir miklu máli
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson á spjalli við Borghildi Sigurðardóttur varaformann KSÍ á æfingu Íslands í morgun.
Þorsteinn Halldórsson á spjalli við Borghildi Sigurðardóttur varaformann KSÍ á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega stór leikur sem skiptir miklu máli. Þetta er úrslitaleikur fyrir Tékkana líka og þetta verður mjög spennandi og skemmtilegur leikur held ég." sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari í viðtali við Fótbolta.net.

Spennan er að magnast fyrir landsleik gegn Tékklandi sem fram fer á morgun en Íslands sest í bílstjórasætið í riðlinum með sigri.

Ísland hefur spilað tvívegis við Tékkland á undanförnum mánuðum og Þorsteinn segist þekkja þeirra hugmyndafræði og leikstíl algjörlega út í gegn. Hann segir að það gæti verið erfitt að brjóta þær á bak aftur.

Það hefur bæst í teymið hjá Þorsteini en með í þjálfateyminu er enskur leikgreinandi. Rætt er við Þorstein um þessa viðbót og fleira í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.

Leikur Tékklands og Íslands verður klukkan 15:30 að íslenskum tíma á morgun. Ísland er í öðru sæti í C-riðli undankeppninnar með tólf stig eftir fimm leiki. Holland er á toppnum með fjórtán stig en hefur leikið leik meira. Tékkar koma svo í þriðja sæti með fimm stig.

Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil. Ísland tryggir sér því að minnsta kosti umspilssæti með sigri á morgun. Holland og Ísland mætast ytra í lokaumferðinni.

Athugasemdir