

Þorsteinn Halldórsson á spjalli við Borghildi Sigurðardóttur varaformann KSÍ á æfingu Íslands í morgun.
„Þetta er gríðarlega stór leikur sem skiptir miklu máli. Þetta er úrslitaleikur fyrir Tékkana líka og þetta verður mjög spennandi og skemmtilegur leikur held ég." sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari í viðtali við Fótbolta.net.
Spennan er að magnast fyrir landsleik gegn Tékklandi sem fram fer á morgun en Íslands sest í bílstjórasætið í riðlinum með sigri.
Spennan er að magnast fyrir landsleik gegn Tékklandi sem fram fer á morgun en Íslands sest í bílstjórasætið í riðlinum með sigri.
Ísland hefur spilað tvívegis við Tékkland á undanförnum mánuðum og Þorsteinn segist þekkja þeirra hugmyndafræði og leikstíl algjörlega út í gegn. Hann segir að það gæti verið erfitt að brjóta þær á bak aftur.
Það hefur bæst í teymið hjá Þorsteini en með í þjálfateyminu er enskur leikgreinandi. Rætt er við Þorstein um þessa viðbót og fleira í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Leikur Tékklands og Íslands verður klukkan 15:30 að íslenskum tíma á morgun. Ísland er í öðru sæti í C-riðli undankeppninnar með tólf stig eftir fimm leiki. Holland er á toppnum með fjórtán stig en hefur leikið leik meira. Tékkar koma svo í þriðja sæti með fimm stig.
Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil. Ísland tryggir sér því að minnsta kosti umspilssæti með sigri á morgun. Holland og Ísland mætast ytra í lokaumferðinni.
Athugasemdir