Valsmenn eru aðeins með eitt stig að loknum þremur umferðum í Pepsi Max-deildinni en þeir töpuðu gegn Skagamönnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 2 ÍA
Mark Vals kom úr vítaspyrnu en Íslandsmeistararnir vildu aðra vítaspyrnu þegar Andri Adolphsson féll í teignum. Átti Valur að fá annað víti?
„Ég sá það ekki nægilega vel, ég held það," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn.
„Við vorum ekki nægilega öflugir. Það er einfalt mál. Svona er fótboltinn en við þurfum að taka okkur saman í andlitinu. Þetta er ekki eins og við vildum. Svona er staðan. Ég vil fá meira út úr liðinu mínu."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir