
„Við fengum alveg færi til þess að klára þennan leik" sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir jafntefli gegn Selfossi í þriðju umferð Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Selfoss
„Mér fannst við ekkert spila sérstaklega góðan leik í dag. Mér fannst við virka þungar en stundum er þetta þannig“ sagði hann svo en hann var ekkert sérstaklega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna í leiknum.
„Ég var ekkert rosalega sáttur með frammistöðuna en það var líka margt gott í þessum leik. Við sköpuðum okkur færi til að klára þennan leik en við gerðum það því miður ekki.“
Valsarar eiga stórleik í næstu umferð en þar mæta þær Stjörnukonum. Aðspurður hvernig Valsarar fara inn í þann leik segir hann: „Bara eins og alla leiki. Til að vinna hann.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.