Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. júní 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal reynir að fá Carrasco - Hann vill koma
Carrasco í landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Carrasco í landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal er að reyna að fá belgíska landsliðsvængmanninn Yannick Carrasco sem spilar með Dalian Yifang í Kína.

Sagt er að Carrasco, sem er 25 ára, vilji snúa aftur til Evrópu en hann lék með Atletico Madrid og Mónakó áður en hann hélt til Kína í febrúar á síðasta ári.

Carrasco var einnig orðaður við Arsenal í janúarglugganum síðasta.

SportMediaSet segir að Carrasco hafi komist að munnlegu samkomulagi við Arsenal. En Arsenal á eftir að semja við kínverska félagið.

En sú staðreynd að Arsenal hafi ekki náð að komast í Meistaradeildina setur strik í reikninginn í viðræðum við kínverska félagið.

„Ég geri mér grein fyrir því að ég er mikilvægur leikmaður fyrir liðið en ég vona að stjórnarformaðurinn sýni mér skilning og leyfi mér að fara. Af persónulegum og fjölskyldulegum ástæðum vil ég snúa aftur til Evrópu og vera nær mínu fólki," segir Carrasco.

Carrasco hefur leikið 31 landsleik fyrir Belgíu og lék stórt hlutverk í þeim árangri liðsins að komast í undanúrslit HM 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner