Eftir skelfilega byrjun á mótinu er Keflavík nú með betri liðunum í deildinni ef við horfum á formið í síðustu leikjum en liðið vann góðan 3-0 sigur á Val á Origo-vellinum í dag.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 3 Keflavík
„Ég held að voðalega fáir hafi búist við því nema kannski bara við sjálfir trúðum því að við gætum unnið þá og bara mjög góður sigur hjá okkur á erfiðum útivelli og ég ætla ekki einusinni að reyna giska á það hvenær Keflavík vann Val síðast en það var mjög lang síðan svo það var ánægjulegt að taka loksins þrjú stig á móti þeim. " Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur eftir leikinn í kvöld
„Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera gera. Við erum ekkert búnir að vera flækja þetta of mikið og við erum búnir að vera vinna leikina undanfarið en við erum samt búnir að missa sterka pósta en það virðist bara vera einhver samheldni í liðinu að menn eru bara að standa það vel saman að það virðist ekki skipta máli hver dettur út."
Það voru margir sem voru tilbúnir að afskrifa Keflvíkinga og hlógu af þeim í upphafi móts eftir erfiða byrjun en það afskrifa þá ekki margir núna.
„Við áttum það kannski bara skilið í upphafi móts. Kannski afsökun að við áttum rosalega erfiða byrjun og byrjuðum á erfiðasta útivelli landsins á móti Breiðablik og fáum þar skell en svo er þetta svo einfalt, þegar þú ert að vinna leiki þá er auðveldara að vinna og þegar þú ert að tapa þá einhvernveginn fellur ekkert með þér."
Nánar er rætt við Sindra Kristinn Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
























