Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 11. júlí 2022 22:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Sindri Kristinn: Við erum ekkert búnir að vera flækja þetta of mikið
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Eftir skelfilega byrjun á mótinu er Keflavík nú með betri liðunum í deildinni ef við horfum á formið í síðustu leikjum en liðið vann góðan 3-0 sigur á Val á Origo-vellinum í dag. 


Lestu um leikinn: Valur 0 -  3 Keflavík

„Ég held að voðalega fáir hafi búist við því nema kannski bara við sjálfir trúðum því að við gætum unnið þá og bara mjög góður sigur hjá okkur á erfiðum útivelli og ég ætla ekki einusinni að reyna giska á það hvenær Keflavík vann Val síðast en það var mjög lang síðan svo það var ánægjulegt að taka loksins þrjú stig á móti þeim. " Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur eftir leikinn í kvöld

„Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera gera. Við erum ekkert búnir að vera flækja þetta of mikið og við erum búnir að vera vinna leikina undanfarið en við erum samt búnir að missa sterka pósta en það virðist bara vera einhver samheldni í liðinu að menn eru bara að standa það vel saman að það virðist ekki skipta máli hver dettur út."

Það voru margir sem voru tilbúnir að afskrifa Keflvíkinga og hlógu af þeim í upphafi móts eftir erfiða byrjun en það afskrifa þá ekki margir núna.

„Við áttum það kannski bara skilið í upphafi móts. Kannski afsökun að við áttum rosalega erfiða byrjun og byrjuðum á erfiðasta útivelli landsins á móti Breiðablik og fáum þar skell en svo er þetta svo einfalt, þegar þú ert að vinna leiki þá er auðveldara að vinna og þegar þú ert að tapa þá einhvernveginn fellur ekkert með þér."

Nánar er rætt við Sindra Kristinn Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner