Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
   mið 11. september 2019 14:29
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mjög hefðbundið plan og höldum okkur við það sem við höfum gert í sumar. Við erum ekki að fara í krúsídúllur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net aðspurður út í undirbúning liðsins fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Víkingi R. á laugardag.

FH-ingar töpuðu í bikarúrslitum gegn ÍBV árið 2017 en Ólafur finnur fyrir spennu hjá stuðningsmönnum Fimleikafélagsins fyrir úrslitaleiknum í ár.

„Það er tilhlökkun. Það er svakalega langur tími síðan FH vann titil. Þrjú ár, síðan 2016. Menn þyrstir alltaf í titla í Krikanum og eru góðu vanir. Það styttist í úrslitaleik og menn vilja lyfta dollu aftur," sagði Ólafur.

FH lagði Víking 1-0 í júlí í Pepsi Max-deildinni en fyrri leikur liðanna í maí endaði með jafntefli. Hver er lykillinn fyrir FH gegn Víkingi um helgina?

„Úrslitaleikir hafa sitt eigið líf. Víkingarnir eru öflugir í skyndisóknum og get líka sett saman sóknir með spili. Þeir eru með hraða og eru aggressívir í pressu. Við þurfum að standast það að gefa þeim ekki svæði sem þeir geta hlaupið í. Við þurfum að vera aggressívir í pressunni á þá."

„Þegar við erum með boltann þá þurfum við að spila í gegnum pressuna en ekki fyrir framan þá. Við þurfum að komast í gegnum þessa fyrstu pressu og þá vonandi opnast völlurinn meira."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Athugasemdir
banner
banner