Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 11. september 2019 14:29
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mjög hefðbundið plan og höldum okkur við það sem við höfum gert í sumar. Við erum ekki að fara í krúsídúllur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net aðspurður út í undirbúning liðsins fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Víkingi R. á laugardag.

FH-ingar töpuðu í bikarúrslitum gegn ÍBV árið 2017 en Ólafur finnur fyrir spennu hjá stuðningsmönnum Fimleikafélagsins fyrir úrslitaleiknum í ár.

„Það er tilhlökkun. Það er svakalega langur tími síðan FH vann titil. Þrjú ár, síðan 2016. Menn þyrstir alltaf í titla í Krikanum og eru góðu vanir. Það styttist í úrslitaleik og menn vilja lyfta dollu aftur," sagði Ólafur.

FH lagði Víking 1-0 í júlí í Pepsi Max-deildinni en fyrri leikur liðanna í maí endaði með jafntefli. Hver er lykillinn fyrir FH gegn Víkingi um helgina?

„Úrslitaleikir hafa sitt eigið líf. Víkingarnir eru öflugir í skyndisóknum og get líka sett saman sóknir með spili. Þeir eru með hraða og eru aggressívir í pressu. Við þurfum að standast það að gefa þeim ekki svæði sem þeir geta hlaupið í. Við þurfum að vera aggressívir í pressunni á þá."

„Þegar við erum með boltann þá þurfum við að spila í gegnum pressuna en ekki fyrir framan þá. Við þurfum að komast í gegnum þessa fyrstu pressu og þá vonandi opnast völlurinn meira."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Athugasemdir
banner