Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
banner
   sun 11. september 2022 17:21
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Höskulds: Erum búnir að taka spjallið við hann um að hann sé fullæstur
Siggi með syni sínum eftir leikinn í dag.
Siggi með syni sínum eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Zean Dalügge fær rauða spjaldið. Siggi segist ætla að ræða við hann um þetta.
Zean Dalügge fær rauða spjaldið. Siggi segist ætla að ræða við hann um þetta.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er sá sætasti síðan ég kom hingað í Breiðholtið," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir að liðið vann 1 - 0 sigur á Val í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

„Mér fannst leikurinn frábær, ég er stoltur af liðinu, við missum leikmann meiddan í morgun og þurftum að skipta honum út og það voru margir frá. Svo fáum við rauða spjaldið og einn meiðist í fyrri hálfleik eins og vanalega. Þetta var extra sætt, menn voru að spila út úr stöðum og settu ótrúlega orku og hjarta í þetta sem ég er hrikalega stoltur af."

Valsmenn sóttu miklu meira en þið voruð samt með öll tök á þeim?

„Já mér fannst það, planið sem við lögðum upp með gekk 100% upp. Mér fannst strákarnir gera það frábærlega og þeir skapa sér ofboðslega fá færi þannig séð. Miðað við að við vorum manni færri og þeir svona mikið með boltann. Við náðum að ýta þeim í þau svæði sem við vildum ýta þeim og svo skölluðum við þetta bara í burtu sem kom inn í teiginn. Þetta var ofboðslega góð taktísk frammistaða hjá strákunum. Talandinn og skipulagið og allt var til algjörrar fyrirmyndar."

Tæklingin sem Zean Dalügge átti og fékk rauða spjaldið fyrir, það var bara eins og hann hafi verið að biðja um að fara af velli?

„Já skrítið moment. Ég á eftir að sjá þetta aftur og ræða við minn mann. Hann er ungur og þarf að læra. Við erum búnir að taka spjallið við hann um að hann sé búinn að vera fullæstur í svona momentum, en ef hann lærir ekki af þessu þá mun hann aldrei læra. Mér hefur fundist hann hafa fengið tvö óþarfa gul spjöld í sumar fyrir skrítin móment en hann er frábær strákur og frábær leikmaður og þarf að læra af þessu."

Þetta dugði samt ekki til að brjóta liðið niður?

„Nei, ég held það sé ofboðslega erfitt að mæta liði eins og mínu liði og þessum hóp af strákum sem eru svona ofboðslega særðir eftir síðasta leik. Við vorum eins og særð dýr sem ætlaði að berja frá sér og þetta efldi okkur bara ef eitthvað er og ég er hrikalega stoltur af þeim."

Ég hélt það eftir síðasta leik sem var 9-0 tap gegn Víkingi að þið væruð hættir og sáttir við að falla. Hvaða vinna fór í gang eftir það?

„Bara sama vinna. Við fórum inn í þennan Víkingsleik til að gefa þeim 50/50 leik og ætluðum að halda boltanum og máta okkur við þá. Við höfðum verið possession í marga leiki en það gekk ekki og það fór allt inn hjá Víkingum og þeir voru frábærir. Við áttum fullt af flottum momentum og tókum góðu hlutina. Ég var stoltur af liðinu hvernig þeir fylgdu leikplaninu hjá mér, ég lagði upp þennan leik og ég var búinn að segja við þá að ef það myndi ekki virka þá væri það mér að kenna. Þeir héldu alltaf áfram að gera það sem ég bað þá um og fóru ekki í að gefast upp. Þeir spiluðu leikinn 100% alltaf eftir plani og við tókum það bara með okkur. Leikir fara stundum 9-0 og þá er bara að halda áfram, við breyttum í dag og fórum í öðruvísi leik en lentum einum manni færri og þetta var rosalega skrítinn fótboltaleikur."

Næsti leikur er risaleikur á móti ÍA uppi á Akranesi.

„Já það eru sex risaleikir framundan, sex leikja úrslitakeppni fyrir okkur. Eins og við tókum með okkur út úr síðasta leik hljótum við að taka ennþá jákvæðari hluti út úr þessum og hljótum að eflast núna. Ég held að öll lið geti hræðst að mæta Leikni."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner