Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna í dag - Allt undir hjá Sveindísi og stöllum hennar í Wolfsburg
Sveindís Jane er á mála hjá Wolfsburg
Sveindís Jane er á mála hjá Wolfsburg
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fimmta umferð í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum en eitt sigursælasta lið Evrópuboltans, Wolfsburg, er með bakið upp við vegg.

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg fá ítalska liðið Roma í heimsókn klukkan 17:45.

Wolfsburg er með sex stig í 3. sæti A-riðils. Liðið tapaði fyrri leiknum gegn Roma og þýðir það að ef liðið tapar í kvöld þá er það úr leik í Meistaradeildinni.

Amanda Andradóttir verður þá væntanlega með Twente sem heimsækir sterkt lið Chelsea til Lundúna. Twente er þegar úr leik í Meistaradeildinni þegar tveir leikir eru eftir.

Leikir dagsins:
17:45 Galatasaray W - Lyon
17:45 Wolfsburg - Roma W
20:00 Celtic W - Real Madrid W
20:00 Chelsea W - Twente W
Athugasemdir
banner
banner
banner