Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 12. júlí 2020 15:43
Unnar Jóhannsson
Brynjar: Mistök hjá mér að gera ekki fleiri breytingar
Leiknismenn virkuðu þreyttir í Mosfellsbænum í dag
Lengjudeildin
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F. var ekki sáttur eftir 4-0 tap sinna manna í Mosfellsbænum í dag.

„Sanngjarnt tap, þeir voru bara miklu betri en við."

Leiknismenn byrjuðu leikinn ágætlega og litu vel út í 10-15 minútur en eftir það datt botninn úr þeirra leik.
„Mér fannst við búnir á því, spiluðum erfiðan leik við Þrótt fyrir þremur dögum, mistök hjá mér að rótera liðinu ekki meira, við höfðum ekki orku í það sem við ætluðum að gera."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 Leiknir F.

Brynjar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik.
„Ég tók út tvo menn sem mér fannst ekki nógu ferskir, hefði kannski átt að taka fleiri menn útaf, menn virkuðu bara þungir og voru ekki að sinna þeim verkefnum sem þeir áttu að sinna."

Fyrirliði liðsins, Arkadiusz Jan Grzelak þurfti að fara útaf vegna meiðsla seint í leiknum
„Hann fékk skurð á augabrúnina, það verður bara plástrað og hann verður vonandi klár í næsta leik, en ég veit ekki hvað læknirinn segir við þessu."

Brynjar var búinn með skiptingarnar sínar þegar fyrirliðinn fór útaf og voru Leiknismenn því manni færri í lokin.
„Maður planar ekki að svona komi fyrir en við sýndum karakter og bitum aðeins frá okkur manni færri og fengum færi til að skora mark. Það sýnir mér að ég þarf að rótera meira. Það voru góðir menn sem voru ekki að byrja sem eiga kannski skilið fleiri minútur."

Hvernig leggst framhaldið í Brynjar og hans menn ?
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik hefði ég verið jákvæður, en þetta er bara eitt skref afturábak og svo bara áfram gakk."

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner