Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   sun 12. júlí 2020 15:43
Unnar Jóhannsson
Brynjar: Mistök hjá mér að gera ekki fleiri breytingar
Leiknismenn virkuðu þreyttir í Mosfellsbænum í dag
Lengjudeildin
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F. var ekki sáttur eftir 4-0 tap sinna manna í Mosfellsbænum í dag.

„Sanngjarnt tap, þeir voru bara miklu betri en við."

Leiknismenn byrjuðu leikinn ágætlega og litu vel út í 10-15 minútur en eftir það datt botninn úr þeirra leik.
„Mér fannst við búnir á því, spiluðum erfiðan leik við Þrótt fyrir þremur dögum, mistök hjá mér að rótera liðinu ekki meira, við höfðum ekki orku í það sem við ætluðum að gera."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 Leiknir F.

Brynjar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik.
„Ég tók út tvo menn sem mér fannst ekki nógu ferskir, hefði kannski átt að taka fleiri menn útaf, menn virkuðu bara þungir og voru ekki að sinna þeim verkefnum sem þeir áttu að sinna."

Fyrirliði liðsins, Arkadiusz Jan Grzelak þurfti að fara útaf vegna meiðsla seint í leiknum
„Hann fékk skurð á augabrúnina, það verður bara plástrað og hann verður vonandi klár í næsta leik, en ég veit ekki hvað læknirinn segir við þessu."

Brynjar var búinn með skiptingarnar sínar þegar fyrirliðinn fór útaf og voru Leiknismenn því manni færri í lokin.
„Maður planar ekki að svona komi fyrir en við sýndum karakter og bitum aðeins frá okkur manni færri og fengum færi til að skora mark. Það sýnir mér að ég þarf að rótera meira. Það voru góðir menn sem voru ekki að byrja sem eiga kannski skilið fleiri minútur."

Hvernig leggst framhaldið í Brynjar og hans menn ?
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik hefði ég verið jákvæður, en þetta er bara eitt skref afturábak og svo bara áfram gakk."

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner