Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 12. júlí 2020 15:43
Unnar Jóhannsson
Brynjar: Mistök hjá mér að gera ekki fleiri breytingar
Leiknismenn virkuðu þreyttir í Mosfellsbænum í dag
Lengjudeildin
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F. var ekki sáttur eftir 4-0 tap sinna manna í Mosfellsbænum í dag.

„Sanngjarnt tap, þeir voru bara miklu betri en við."

Leiknismenn byrjuðu leikinn ágætlega og litu vel út í 10-15 minútur en eftir það datt botninn úr þeirra leik.
„Mér fannst við búnir á því, spiluðum erfiðan leik við Þrótt fyrir þremur dögum, mistök hjá mér að rótera liðinu ekki meira, við höfðum ekki orku í það sem við ætluðum að gera."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 Leiknir F.

Brynjar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik.
„Ég tók út tvo menn sem mér fannst ekki nógu ferskir, hefði kannski átt að taka fleiri menn útaf, menn virkuðu bara þungir og voru ekki að sinna þeim verkefnum sem þeir áttu að sinna."

Fyrirliði liðsins, Arkadiusz Jan Grzelak þurfti að fara útaf vegna meiðsla seint í leiknum
„Hann fékk skurð á augabrúnina, það verður bara plástrað og hann verður vonandi klár í næsta leik, en ég veit ekki hvað læknirinn segir við þessu."

Brynjar var búinn með skiptingarnar sínar þegar fyrirliðinn fór útaf og voru Leiknismenn því manni færri í lokin.
„Maður planar ekki að svona komi fyrir en við sýndum karakter og bitum aðeins frá okkur manni færri og fengum færi til að skora mark. Það sýnir mér að ég þarf að rótera meira. Það voru góðir menn sem voru ekki að byrja sem eiga kannski skilið fleiri minútur."

Hvernig leggst framhaldið í Brynjar og hans menn ?
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik hefði ég verið jákvæður, en þetta er bara eitt skref afturábak og svo bara áfram gakk."

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner