Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 12. september 2020 17:01
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó: Hann ýtti ekki við manninum, hann henti honum í burtu!
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn fara ágætlega af stað þangað til þetta rauða spjald kom að þá fuðraðist leikurinn upp og þetta var bardaga og örugglega hrikalega erfitt að dæma þetta." voru fyrstu viðbrögð Bjarna Jóhanssonar þjálfara Vestra

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Vestri

„Mér fannst, miðavið það að vera þetta lengi einum fleiri að þá fannst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik."

„Markið sem þeir skora í lokin er djók ársins, hann ýtti ekki við manninum hann henti honum í burtu og hann náttúrulega var búin að vera undir ámæli og hefur bara hreinlega ekki þorað öðru og það er alveg ótrúlega dapurt að sjá eftir þessum tveimur stigum á þennan hátt."

Fred Saravia fékk að líta beint rautt spjald fyrir viðskipti sín við Rafael Navarro. Hvernig horfði það atvik við Bjarna?

„Þetta kom mér á óvart, eða ég sá þetta ekki. Þetta var við hinn hornfánan. Ég get ekki dæmt af 50 metra færi þó að margir geti það. Ég hreinlega sá ekki þessi viðskipti. Síðan var náttúrulega allt á Rafael þannig ég tók hann bara útaf til að reyna róa þennan leik aðeins."

Undir lok leiksins gaf Rafael Navarro Þóri olnbogaskot undir lok fyrri hálfleiks en fékk einungis gult spjald.

„Ég sá að það var barningur hérna út í horni og þetta var að jafnlöngu færi og hitt. Þannig ég sá ekki sá hvað gerðist þannig hlýtur eitthvað annað að hafa gerst og dómarinn verður bara að svara fyrir það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan




Athugasemdir
banner