Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   lau 12. september 2020 17:01
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó: Hann ýtti ekki við manninum, hann henti honum í burtu!
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn fara ágætlega af stað þangað til þetta rauða spjald kom að þá fuðraðist leikurinn upp og þetta var bardaga og örugglega hrikalega erfitt að dæma þetta." voru fyrstu viðbrögð Bjarna Jóhanssonar þjálfara Vestra

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Vestri

„Mér fannst, miðavið það að vera þetta lengi einum fleiri að þá fannst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik."

„Markið sem þeir skora í lokin er djók ársins, hann ýtti ekki við manninum hann henti honum í burtu og hann náttúrulega var búin að vera undir ámæli og hefur bara hreinlega ekki þorað öðru og það er alveg ótrúlega dapurt að sjá eftir þessum tveimur stigum á þennan hátt."

Fred Saravia fékk að líta beint rautt spjald fyrir viðskipti sín við Rafael Navarro. Hvernig horfði það atvik við Bjarna?

„Þetta kom mér á óvart, eða ég sá þetta ekki. Þetta var við hinn hornfánan. Ég get ekki dæmt af 50 metra færi þó að margir geti það. Ég hreinlega sá ekki þessi viðskipti. Síðan var náttúrulega allt á Rafael þannig ég tók hann bara útaf til að reyna róa þennan leik aðeins."

Undir lok leiksins gaf Rafael Navarro Þóri olnbogaskot undir lok fyrri hálfleiks en fékk einungis gult spjald.

„Ég sá að það var barningur hérna út í horni og þetta var að jafnlöngu færi og hitt. Þannig ég sá ekki sá hvað gerðist þannig hlýtur eitthvað annað að hafa gerst og dómarinn verður bara að svara fyrir það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan




Athugasemdir
banner
banner