Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 12. september 2020 17:01
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó: Hann ýtti ekki við manninum, hann henti honum í burtu!
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn fara ágætlega af stað þangað til þetta rauða spjald kom að þá fuðraðist leikurinn upp og þetta var bardaga og örugglega hrikalega erfitt að dæma þetta." voru fyrstu viðbrögð Bjarna Jóhanssonar þjálfara Vestra

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Vestri

„Mér fannst, miðavið það að vera þetta lengi einum fleiri að þá fannst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik."

„Markið sem þeir skora í lokin er djók ársins, hann ýtti ekki við manninum hann henti honum í burtu og hann náttúrulega var búin að vera undir ámæli og hefur bara hreinlega ekki þorað öðru og það er alveg ótrúlega dapurt að sjá eftir þessum tveimur stigum á þennan hátt."

Fred Saravia fékk að líta beint rautt spjald fyrir viðskipti sín við Rafael Navarro. Hvernig horfði það atvik við Bjarna?

„Þetta kom mér á óvart, eða ég sá þetta ekki. Þetta var við hinn hornfánan. Ég get ekki dæmt af 50 metra færi þó að margir geti það. Ég hreinlega sá ekki þessi viðskipti. Síðan var náttúrulega allt á Rafael þannig ég tók hann bara útaf til að reyna róa þennan leik aðeins."

Undir lok leiksins gaf Rafael Navarro Þóri olnbogaskot undir lok fyrri hálfleiks en fékk einungis gult spjald.

„Ég sá að það var barningur hérna út í horni og þetta var að jafnlöngu færi og hitt. Þannig ég sá ekki sá hvað gerðist þannig hlýtur eitthvað annað að hafa gerst og dómarinn verður bara að svara fyrir það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan




Athugasemdir
banner
banner