Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   lau 12. september 2020 17:01
Anton Freyr Jónsson
Bjarni Jó: Hann ýtti ekki við manninum, hann henti honum í burtu!
Lengjudeildin
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Bjarni Jóhansson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn fara ágætlega af stað þangað til þetta rauða spjald kom að þá fuðraðist leikurinn upp og þetta var bardaga og örugglega hrikalega erfitt að dæma þetta." voru fyrstu viðbrögð Bjarna Jóhanssonar þjálfara Vestra

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Vestri

„Mér fannst, miðavið það að vera þetta lengi einum fleiri að þá fannst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik."

„Markið sem þeir skora í lokin er djók ársins, hann ýtti ekki við manninum hann henti honum í burtu og hann náttúrulega var búin að vera undir ámæli og hefur bara hreinlega ekki þorað öðru og það er alveg ótrúlega dapurt að sjá eftir þessum tveimur stigum á þennan hátt."

Fred Saravia fékk að líta beint rautt spjald fyrir viðskipti sín við Rafael Navarro. Hvernig horfði það atvik við Bjarna?

„Þetta kom mér á óvart, eða ég sá þetta ekki. Þetta var við hinn hornfánan. Ég get ekki dæmt af 50 metra færi þó að margir geti það. Ég hreinlega sá ekki þessi viðskipti. Síðan var náttúrulega allt á Rafael þannig ég tók hann bara útaf til að reyna róa þennan leik aðeins."

Undir lok leiksins gaf Rafael Navarro Þóri olnbogaskot undir lok fyrri hálfleiks en fékk einungis gult spjald.

„Ég sá að það var barningur hérna út í horni og þetta var að jafnlöngu færi og hitt. Þannig ég sá ekki sá hvað gerðist þannig hlýtur eitthvað annað að hafa gerst og dómarinn verður bara að svara fyrir það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan




Athugasemdir
banner
banner