Valdimar Þór Ingimundarson lék allan leikinn í 1-2 tapi Víkings gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. Valdimar lagði upp eina mark Víkings.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Djurgården
„Þetta er mjög svekkjandi, við áttum góðan fyrri hálfleik og gátum nýtt hann betur, við komum út í seinni hálfleikinn og þeir eru töluvert betri. Svo komum við til baka, svekkjandi að ná ekki jöfnunarmarkinu inn."
„Þetta eru það góð lið að þér er bara refsað, við klikkuðum í smá tíma. Þetta er smá einbeitingarleysi eða eitthvað, sem er stórhættulegt í þessari keppni."
„Ég held að það þýði ekkert (að greina hvort að stigin 7 dugi), við eigum einn leik eftir, vonandi náum við í góð úrslit þar."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir