mán 13. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rugani ekki á förum frá Juventus - „Fólk vanmetur hann"
Daniele Rugani
Daniele Rugani
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, útilokar það að selja Daniele Rugani í janúar.

Rugani, sem er fæddur árið 1994, er alinn upp í Empoli en fór ungur að árum til Juventus.

Hann hefur spilað 90 leiki og skorað 7 mörk fyrir aðallið Juventus í vörninni.

Juventus hefur alltaf státað sig af frábærri vörn en Rugani hefur barist við þá Giorgio Chiellini, Leonardo Bonucci, Mathijs De Ligt og Merih Demiral um sæti í miðverðinum.

Það hefur reynst honum erfitt og var hann orðaður við lð á borð við Arsenal, Leicester og Chelsea en Paratici útilokar að selja hann.

„Ég get útilokað það að Daniele Rugani yfirgefi félagið. Við þurfum að sjá hvað gerist með Chiellini. Fólk gleymir því oft að Rugani hefur spilað slatta af leikjum fyrir okkur og unnið mikilvæga titla," sagði Paratici.

„Held að fólk vanmeti hann því hann er svo hljóðlátur, kurteis og er aldrei með neitt vesen eða að fylgja nýjustu tískunni," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner