SportItalia segir að Roma hafi skipulagt fund með Maurizio Sarri seinna í vikunni, Möguleiki er á því að þessi fyrrum stjóri Juventus og Chelsea taki við Roma fyrir næsta tímabil.
Roma er þessa dagana að búa sig undir seinni leikinn gegn Ajax í Evrópudeildinni eftir að hafa unnið öflugan 2-1 útisigur í fyrri leiknum í Amsterdam.
Roma er þessa dagana að búa sig undir seinni leikinn gegn Ajax í Evrópudeildinni eftir að hafa unnið öflugan 2-1 útisigur í fyrri leiknum í Amsterdam.
Óvissa er varðandi núverandi þjálfara, Paulo Fonseca. Samningur hans rennur út eftir tímabilið en framlengist sjálfkrafa ef liðið kemst í Meistaradeildina.
Einhverjir fjölmiðlar hafa þó haldið því fram að hann vilji sjálfur láta af störfum, sama hver niðurstaðan verði eftir tímabilið. Roma situr núna í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir