Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, fannst sitt lið ekki eiga neitt meira skilið út úr opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar. Valur tapaði 1-0 gegn Íslandsmeisturum KR.
„Við sköpuðum okkur þrjú, fjóra ágætis möguleika en við spiluðum ekki nægilega vel út á vellinum. Það var auðvelt fyrir KR-inga að loka á okkur. Heilt yfir voru það vonbrigði að við skyldum ekki leysa það betur þegar þeir eru að yfirmanna svæðin á móti okkur," sagði Heimir.
„Við sköpuðum okkur þrjú, fjóra ágætis möguleika en við spiluðum ekki nægilega vel út á vellinum. Það var auðvelt fyrir KR-inga að loka á okkur. Heilt yfir voru það vonbrigði að við skyldum ekki leysa það betur þegar þeir eru að yfirmanna svæðin á móti okkur," sagði Heimir.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 KR
„KR-ingarnir eru góðir í að vinna seinni boltana og við gerðum það ekki nægilega vel á löngum köflum. Það er einn af lyklunum ef þú ætlar að vinna KR."
Hvað þurfa Valsmenn helst að bæta fyrir næsta leik?
„Við þurfum að hafa meira hugrekki til að spila boltanum. Á móti Gróttu næstu helgi þá þurfa menn að stíga upp og gera betur," sagði Heimir.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir