Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   fim 13. júní 2024 23:06
Sverrir Örn Einarsson
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Danijel Dejan Djuric í leiknum í kvöld
Danijel Dejan Djuric í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric átti fínan leik í liði Víkings er liðið mætti Fylki í átta liða úrslitum Mjókurbikarsins í Víkinni fyrr í kvöld. Danijel sem var dæmdur í tveggja leikja bann í Bestu deildinni á dögunum gerði tvö mörk í leiknum en lokatölur urðu 3-1 Víkingum í vil.

Var það einhver auka mótivering fyrir Danijel komandi inn í leikinn að hafa verið úrskurðaður í þetta leikbann og ætlaði hann að svara fyrir það inn á vellinum?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

„Já hundrað prósent. Áður en ég lagðist á koddann í gær hugsaði ég að ég yrði að gera eitthvað í leiknum í dag til þess að fara á góðu nótunum inn í þetta bann.“

Um leikinn og þróun hans og hvað skildi á milli liðanna sagði Danijel.

„Mér fannst Fylkir vera betri fyrstu tuttugu mínúturnar og við vorum að þjást. Síðan fórum við bara í gírinn og skoruðum tvö mörk hratt og þá fannst mér við vera með leikinn.“

Víkingsliðið líkt og oft áður bauð ekkert endilega upp á neina flugeldasýningu í kvöld en nýti sín tækifæri vel. Nokkuð sem hefur einkennt liðið í sumar.

„Við þurfum ekki mikið til þess að skora en þegar við gerum það þá koma mörkin.“

Danijel er eins og margoft hefur komið fram á leið í bann. Erfið tilhugsun eflaust þegar næstu leikir Víkinga í Bestu deildinni eru gegn Val og KR. Hvernig verða næstu vikur hjá honum?

„Ég ætla að æfa svona tíu sinnum á dag. Það mun verða mjög skrýtið að vera upp í stúku að horfa á þessa leiki en ég mun æfa og koma alveg tvíefldur til leiks á móti Stjörnunni.“

Danijel var að lokum spurður út í viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga og félagsins almennt við leikbanninu og tilkomu þess og var Danijel afar einlægur í svari sínu.

„Eftir þetta fæ ég ótrúlega góð viðbrögð, Arnar sendi á mig upp með hausinn, þetta er allt í lagi þú heldur áfram. Svo eru það allir í kringum félagið þetta er topp topp fólk. Eftir að ég skoraði seinna markið þá bara hneigði ég mig fyrir framan þau. Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg.“

Sagði Danijel en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner