Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 13. september 2014 20:28
Alexander Freyr Tamimi
Freyr: Ekki kvennaknattspyrnu til framdráttar
Kvenaboltinn
Freyr var ósáttur með ísraelska liðið.
Freyr var ósáttur með ísraelska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var nokkuð ánægður með 3-0 sigur liðsins gegn Ísrael í undankeppni HM 2015 í Laugardalnum í dag.

„Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna okkur neitt og það gekk vel. Mér fannst við geta spilað betur, sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við höfðum tækifæri til að ganga frá þessum leik í fyrri hálfleik. Ég var aldrei hræddur um að tapa eða missa þetta niður í jafntefli,“ sagði Freyr eftir leikinn.
 
„Við töluðum um það í undirbúningi fyrir leikinn að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjungi, en mér fannst það ekki vera þannig. En meina, þrjú mörk og tvö af þeim mjög fín. Þokkaleg færi sem við fáum og ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd Sigrúnar Ellu, sem spilaði sinn fyrsta landsleik. Hún var bara frábær.“
 
Freyr segir að leikaraskapur ísraelska liðsins hafi farið virkilega í taugarnar á sér:
 
„Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta var óþolandi, þessi leikur er í beinni útsendingu í sjónvarpinu, þetta er bara til skammar. Svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta. Dómarinn á að taka betur á þessu, dómarinn var líka bara einhver fígúra hérna.“

Athugasemdir
banner
banner
banner