Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 13. september 2021 08:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestur í 2. deild: Pakkaði Njarðvíkingum saman
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leikmaður 20. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar var Rúnar Gissurarson, leikmaður Reynis Sandgerði.

Rúnar er markvörður liðsins en liðið vann Njarðvík 0-2 á útivelli. Rúnar var á mála hjá Njarðvík en yfirgaf félagið þegar Bjarni Jó tók við.

„Rúnar er eiginlega maður helgarinnar," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Við vorum búnir að ræða það eftir leikina að hann kæmi til greina sem leikmaður umferðarinnar svo kemur þetta tweet og þá var ekki aftur snúið, allavega ekki fyrir mér," sagði Gylfi Tryggvason.

Sverrir útskýrði síðan Twitter færsluna; „Hann segir sem sagt að þegar Bjarni Jó tekur við hafi hann tilkynnt að hann sé kominn með nýjan markmann og Rúnar megi fara. Rúnar mætir síðan til Njarðvíkur og pakkar þeim saman."

„Hrós á Rúnar fyrir tweetið og fyrir frábæra frammistöðu í þessum leik, halda hreinu á móti Njarðvík sem voru betri aðilinn og var besti maður vallarins og besti maður umferðarinnar að okkar mati," sagði Gylfi að lokum.

Tístið hans fór á flug og hann leiðrétti það stuttu seinna og sagði að þetta hafi bara átt að vera létt grín.

Sjá einnig:
Hélt hreinu gegn gömlu félögunum - „Þú mátt bara fara"
Rúnar leiðréttir tístið: Átti bara að vera létt grín

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík)
9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
10. umferð: Reynir Haraldsson (ÍR)
11. umferð: Oumar Diouck (KF)
12. umferð: Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
13. umferð: Völsungsliðið
14. umferð: Aron Óskar Þorleifsson (ÍR)
15. umferð: Ivan Prskalo (Reynir S.)
16. umferð: Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Reynir Sandgerði)
18. umferð: Guðni Sigþórsson (Magni)
19. umferð: Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Ástríðan - Þróttur Vogum spilar í Lengjudeild 2022
Athugasemdir
banner