Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   sun 13. október 2024 20:44
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Markvörður Liverpool með skelfileg mistök í þriðja tapi Heimis - Austurríki fór illa með Noreg
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Írlands
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Írlands
Mynd: EPA
Marko Arnautovic skoraði tvö gegn Norðmönnum
Marko Arnautovic skoraði tvö gegn Norðmönnum
Mynd: EPA
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu töpuðu þriðja leik sínum í B-deild í Þjóðadeild Evrópu í kvöld er það laut í lægra haldi fyrir Grikklandi, 2-0, í Aþenu.

Heimir vann sinn fyrsta leik með Írum í síðustu umferð gegn Finnlandi, en náði ekki að fylgja því eftir í kvöld.

Fyrirliði Grikkja, Anastasios Bakasetas, skoraði fyrra mark Grikklands á 48. mínútu með ágætu skoti fyrir utan teig og þá gerði Petros Mantalos seinna markið undir lok leiks eftir skelfileg mistök frá Caoimhin Kelleher, markverði Írlands og Liverpool.

Kelleher átti slaka sendingu út frá marki á Mantalos sem skoraði síðan örugglega. Markvörðurinn hafði verið besti maður Írlands fram að mistökunum og átt nokkrar frábærar vörslur.

Markvörðurinn mun fá tækifærið í marki Liverpool næstu vikur vegna meiðsla Alisson og vonast stuðningsmenn eftir því að hann verði fljótur að komast yfir þessi neyðarlegu mistök.

Írland er með aðeins 3 stig í næst neðsta sæti riðilsins en Grikkland á toppnum með 12 stig.

Norska landsliðið tapaði þá fyrir Austurríki, 5-1. Marko Arnautovic skoraði tvö fyrir heimamenn, þar af eitt úr víti, en Alexander Sorloth gerði eina mark Noregs.

B-deild:

Grikkland 2 - 0 Írland
1-0 Anastasios Bakasetas ('48 )
2-0 Petros Mantalos ('90 )

Austurríki 5 - 1 Noregur
1-0 Marko Arnautovic ('8 )
1-1 Alexander Sorloth ('39 )
2-1 Marko Arnautovic ('49 , víti)
3-1 Philipp Lienhart ('58 )
4-1 Stefan Posch ('62 )
5-1 Michael Gregoritsch ('71 )

C-deild:

Færeyjar 1 - 1 Lettland
1-0 Hanus Sorensen ('40 )
1-1 Dario Sits ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner