Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 13. nóvember 2024 20:00
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Aron Einar spilar sinn fyrsta landsleik í heilt ár - „Kemur með það sem hefur vantað“
Icelandair
Aron Einar að mæta á æfingu í morgun.
Aron Einar að mæta á æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talað hefur verið um að liðinu vanti stjórnun og talanda.
Talað hefur verið um að liðinu vanti stjórnun og talanda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron á æfingu á Spáni í morgun.
Aron á æfingu á Spáni í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn og verður með í síðustu leikjunum í Þjóðadeildarriðlinum, útileikjunum gegn Svartfjallalandi og Wales.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur sagt að Aron sé hugsaður sem varnarmaður í hópnum og er búist við því að hann verði við hlið Sverris Inga Ingasonar í hjarta varnarinnar.

Fótbolti.net spurði Sverri út í endurkomu Arons.

„Það er frábært að fá Aron aftur inn. Þeir sem hafa fylgst með landsliðinu vita hvað hann gerir fyrir liðið og hvernig leikmaður hann er. Það er frábært að fá hann til baka, það hafa líka varnarmenn dottið úr hópnum og við erum þunnskipaðir þarna eins og staðan er núna. Það er frábært að að hann sé kominn á gott ról aftur og getur hjálpað liðinu," segir Sverrir.

„Við þurfum á öllum að halda, þegar við spilum með þriggja daga millibili þurfum við að vera með hóp sem getur sótt úrslit. Það hefur háð okkur í þessum gluggum að við höfum átt fínan fyrri leik en seinni leikurinn ekki fylgt með. Aroni líður vel í skrokknum og er búinn að vera að spila og það er frábært fyrir okkur."

Aron, sem er 35 ára, hefur byrjað alla leiki katarska liðsins Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu. Hann hefur leikið 103 landsleiki en ár er frá síðasta landsleik hans.

„Aron er mikill leiðtogi fyrir þetta lið. Hann kemur með talanda og stjórnar liðinu gríðarlega vel, eitthvað sem hefur kannski vantað. Það er frábært að fá hann inn," segir Jóhann Berg Guðmundsson um endurkomu Arons.

Andri Lucas Guðjohnsen fékk einnig spurningu um fyrirliðann og segir hann augljóst mál að það er munur að fá hann inn í hópinn.

„Auðvitað, hann er frábær leikmaður og stór karakter. Hann hefur upp á að bjóða og mikilvægt að fá hann aftur. Við getum lært mikið af þessum reynslumeiri leikmönnum og mikilvægt að það sé góð blanda í hópnum," segir Andri Lucas.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner
banner