Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   þri 14. janúar 2025 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Víkingur
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með HK síðasta sumar.
Í leik með HK síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Mynd: Víkingur
„Mér líður bara ekkert eðlilega vel og er ótrúlega spenntur fyrir næstu skrefum," segir Atli Þór Jónasson, nýr leikmaður Víkings, í viðtali við Fótbolta.net.

Atli er keyptur til Víkinga frá HK en hann skoraði sjö mörk í 24 leikjum með HK-ingum í Bestu deildinni síðasta sumar. Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK.

„Það kom áhugi fyrir tveimur mánuðum og það var skoðað í rólegheitunum. Ég var bara þolinmóður. Svo kom þetta á endanum," segir Atli en hann viðurkennir að það hafi verið smá erfitt að bíða.

„Það var smá erfitt um jólin en svo kom þetta bara. Ég er virkilega ánægður."

Það var bara Víkingur
Það var mikill áhugi á Atla og gerði Fram til dæmis stórt tilboð í hann. En Víkingur var félagið sem hann hafði áhuga á.

„Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á. Það er bara ekki spurning," segir Atli.

„Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Víking; það er besta liðið á Íslandi og er í Evrópukeppni. Það er ekki hægt að segja nei við því. Ég var ekki að spá í Fram, það var bara alltaf Víkingur."

„Ég finn að ég mun passa vel þarna inn," segir Atli.

Það er stutt á milli í þessu
Það er ekki langt síðan Atli lék í 4. deildinni með Hamri. Hann vakti athygli HK eftir að hann skoraði 17 mörk í 14 leikjum í 4. deild sumarið 2022.

„Það er heldur betur stutt á milli," segir Atli.

„Ég og Eiður Gauti vorum saman í HK í sumar. Hann fór í KR og ég núna í Víking. Þetta er bara frábært. Það er mikið af leikmönnum í neðri deildunum sem geta spilað miklu hærra."

Ómar Ingi Guðmundsson, fyrrum þjálfari HK, fékk bæði Atla og Eið Gauta í HK.

„Ómar Ingi hjálpaði mér mikið og er bara geggjaður þjálfari," segir Atli.

Auðvitað setur þetta smá pressu
Atli er þakklátur fyrir tímann í HK og spenntur fyrir komandi tímum í Víkingi. Talað hefur verið um að Víkingur greiði um 15 milljónir króna fyrir Atla en ekkert er staðfest í þeim efnum.

„Auðvitað setur þetta smá pressu en maður getur ekki verið að hugsa um einhvern verðmiða. Svona er bara markaðurinn núna á Íslandi," segir Atli.

„Persónulega er ég ekkert að hugsa um verðmiðann á mér. Ég einbeiti mér bara að fótboltanum."

Það eru spennandi tímar framundan hjá Atla og Víkingi. „Ég er ótrúlega spenntur. Ég byrja á fullu á morgun og það er bara geggjað. Ég ætla að vinna mig inn í liðið eins og ég gerði í HK. Það er ekkert flóknara en það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner