Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 14. janúar 2025 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Víkingur
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með HK síðasta sumar.
Í leik með HK síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Mynd: Víkingur
„Mér líður bara ekkert eðlilega vel og er ótrúlega spenntur fyrir næstu skrefum," segir Atli Þór Jónasson, nýr leikmaður Víkings, í viðtali við Fótbolta.net.

Atli er keyptur til Víkinga frá HK en hann skoraði sjö mörk í 24 leikjum með HK-ingum í Bestu deildinni síðasta sumar. Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK.

„Það kom áhugi fyrir tveimur mánuðum og það var skoðað í rólegheitunum. Ég var bara þolinmóður. Svo kom þetta á endanum," segir Atli en hann viðurkennir að það hafi verið smá erfitt að bíða.

„Það var smá erfitt um jólin en svo kom þetta bara. Ég er virkilega ánægður."

Það var bara Víkingur
Það var mikill áhugi á Atla og gerði Fram til dæmis stórt tilboð í hann. En Víkingur var félagið sem hann hafði áhuga á.

„Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á. Það er bara ekki spurning," segir Atli.

„Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Víking; það er besta liðið á Íslandi og er í Evrópukeppni. Það er ekki hægt að segja nei við því. Ég var ekki að spá í Fram, það var bara alltaf Víkingur."

„Ég finn að ég mun passa vel þarna inn," segir Atli.

Það er stutt á milli í þessu
Það er ekki langt síðan Atli lék í 4. deildinni með Hamri. Hann vakti athygli HK eftir að hann skoraði 17 mörk í 14 leikjum í 4. deild sumarið 2022.

„Það er heldur betur stutt á milli," segir Atli.

„Ég og Eiður Gauti vorum saman í HK í sumar. Hann fór í KR og ég núna í Víking. Þetta er bara frábært. Það er mikið af leikmönnum í neðri deildunum sem geta spilað miklu hærra."

Ómar Ingi Guðmundsson, fyrrum þjálfari HK, fékk bæði Atla og Eið Gauta í HK.

„Ómar Ingi hjálpaði mér mikið og er bara geggjaður þjálfari," segir Atli.

Auðvitað setur þetta smá pressu
Atli er þakklátur fyrir tímann í HK og spenntur fyrir komandi tímum í Víkingi. Talað hefur verið um að Víkingur greiði um 15 milljónir króna fyrir Atla en ekkert er staðfest í þeim efnum.

„Auðvitað setur þetta smá pressu en maður getur ekki verið að hugsa um einhvern verðmiða. Svona er bara markaðurinn núna á Íslandi," segir Atli.

„Persónulega er ég ekkert að hugsa um verðmiðann á mér. Ég einbeiti mér bara að fótboltanum."

Það eru spennandi tímar framundan hjá Atla og Víkingi. „Ég er ótrúlega spenntur. Ég byrja á fullu á morgun og það er bara geggjað. Ég ætla að vinna mig inn í liðið eins og ég gerði í HK. Það er ekkert flóknara en það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner