Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 14. apríl 2025 21:56
Kári Snorrason
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hafði betur gegn ÍA fyrr í kvöld í 2. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 2-1 en mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Andri Rúnar og Guðmundur Baldvin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar mætti viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍA

„Mér fannst fyrri hálfleikur frekar þurr og hálf leiðinlegur. Ég held að það hafi verið sanngjarnt að það hafi verið jafnt í hálfleik. Seinni hálfleikur var skemmtilegri, betri fótbolti. Mér fannst gaman að horfa á Stjörnuna í seinni hálfleik í dag, skemmtilegur fótbolti."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði í sínum öðrum leik í röð.

„Það er frábært. Alltaf gott fyrir sentera að skora held ég, margir á því. Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki. Senterarnir, kantararnir, það þarf einhver að skora. Það hjálpar liðinu innan og utan vallar."

Þorri Mar Þórisson var utan hóps í dag, er möguleiki á að hann fari frá Stjörnunni?

„Ég held að það séu engar líkur á því. Hann var geggjaður í dag, fagnaði manna mest. Hann var mættur inn í klefa fyrir leik, hálfleik og fyrstur út á völl eftir leik. Hann er enn þá að komast inn í hlutina hjá okkur. Hann á eftir að verða yfirburðar bakvörður í þessari deild."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner