Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   mán 14. apríl 2025 21:56
Kári Snorrason
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hafði betur gegn ÍA fyrr í kvöld í 2. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 2-1 en mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Andri Rúnar og Guðmundur Baldvin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar mætti viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍA

„Mér fannst fyrri hálfleikur frekar þurr og hálf leiðinlegur. Ég held að það hafi verið sanngjarnt að það hafi verið jafnt í hálfleik. Seinni hálfleikur var skemmtilegri, betri fótbolti. Mér fannst gaman að horfa á Stjörnuna í seinni hálfleik í dag, skemmtilegur fótbolti."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði í sínum öðrum leik í röð.

„Það er frábært. Alltaf gott fyrir sentera að skora held ég, margir á því. Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki. Senterarnir, kantararnir, það þarf einhver að skora. Það hjálpar liðinu innan og utan vallar."

Þorri Mar Þórisson var utan hóps í dag, er möguleiki á að hann fari frá Stjörnunni?

„Ég held að það séu engar líkur á því. Hann var geggjaður í dag, fagnaði manna mest. Hann var mættur inn í klefa fyrir leik, hálfleik og fyrstur út á völl eftir leik. Hann er enn þá að komast inn í hlutina hjá okkur. Hann á eftir að verða yfirburðar bakvörður í þessari deild."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner