Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mán 14. apríl 2025 21:56
Kári Snorrason
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hafði betur gegn ÍA fyrr í kvöld í 2. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 2-1 en mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Andri Rúnar og Guðmundur Baldvin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar mætti viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍA

„Mér fannst fyrri hálfleikur frekar þurr og hálf leiðinlegur. Ég held að það hafi verið sanngjarnt að það hafi verið jafnt í hálfleik. Seinni hálfleikur var skemmtilegri, betri fótbolti. Mér fannst gaman að horfa á Stjörnuna í seinni hálfleik í dag, skemmtilegur fótbolti."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði í sínum öðrum leik í röð.

„Það er frábært. Alltaf gott fyrir sentera að skora held ég, margir á því. Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki. Senterarnir, kantararnir, það þarf einhver að skora. Það hjálpar liðinu innan og utan vallar."

Þorri Mar Þórisson var utan hóps í dag, er möguleiki á að hann fari frá Stjörnunni?

„Ég held að það séu engar líkur á því. Hann var geggjaður í dag, fagnaði manna mest. Hann var mættur inn í klefa fyrir leik, hálfleik og fyrstur út á völl eftir leik. Hann er enn þá að komast inn í hlutina hjá okkur. Hann á eftir að verða yfirburðar bakvörður í þessari deild."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner