Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   mán 14. apríl 2025 21:56
Kári Snorrason
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hafði betur gegn ÍA fyrr í kvöld í 2. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 2-1 en mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Andri Rúnar og Guðmundur Baldvin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar mætti viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍA

„Mér fannst fyrri hálfleikur frekar þurr og hálf leiðinlegur. Ég held að það hafi verið sanngjarnt að það hafi verið jafnt í hálfleik. Seinni hálfleikur var skemmtilegri, betri fótbolti. Mér fannst gaman að horfa á Stjörnuna í seinni hálfleik í dag, skemmtilegur fótbolti."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði í sínum öðrum leik í röð.

„Það er frábært. Alltaf gott fyrir sentera að skora held ég, margir á því. Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki. Senterarnir, kantararnir, það þarf einhver að skora. Það hjálpar liðinu innan og utan vallar."

Þorri Mar Þórisson var utan hóps í dag, er möguleiki á að hann fari frá Stjörnunni?

„Ég held að það séu engar líkur á því. Hann var geggjaður í dag, fagnaði manna mest. Hann var mættur inn í klefa fyrir leik, hálfleik og fyrstur út á völl eftir leik. Hann er enn þá að komast inn í hlutina hjá okkur. Hann á eftir að verða yfirburðar bakvörður í þessari deild."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner