De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 14. apríl 2025 21:56
Kári Snorrason
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Jökull var sáttur með sína menn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hafði betur gegn ÍA fyrr í kvöld í 2. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 2-1 en mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Andri Rúnar og Guðmundur Baldvin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar mætti viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍA

„Mér fannst fyrri hálfleikur frekar þurr og hálf leiðinlegur. Ég held að það hafi verið sanngjarnt að það hafi verið jafnt í hálfleik. Seinni hálfleikur var skemmtilegri, betri fótbolti. Mér fannst gaman að horfa á Stjörnuna í seinni hálfleik í dag, skemmtilegur fótbolti."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði í sínum öðrum leik í röð.

„Það er frábært. Alltaf gott fyrir sentera að skora held ég, margir á því. Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki. Senterarnir, kantararnir, það þarf einhver að skora. Það hjálpar liðinu innan og utan vallar."

Þorri Mar Þórisson var utan hóps í dag, er möguleiki á að hann fari frá Stjörnunni?

„Ég held að það séu engar líkur á því. Hann var geggjaður í dag, fagnaði manna mest. Hann var mættur inn í klefa fyrir leik, hálfleik og fyrstur út á völl eftir leik. Hann er enn þá að komast inn í hlutina hjá okkur. Hann á eftir að verða yfirburðar bakvörður í þessari deild."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner