Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
„Þetta er ekki flókið val. Skoraði þrennu í kvöld og var réttur maður á réttum stöðum í mörkunum sínum," skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net, sem fjallaði um 4-0 sigur Breiðabliks gegn Keflavík.
Blikar unnu sinn fyrsta sigur og Thomas Mikkelsen setti þrennu. Anton valdi hann auðvitað mann leiksins og sá danski er leikmaður 3. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.
Sjá einnig:
Úrvalslið 3. umferðar Pepsi Max-deildarinnar
Eftir leikinn sagði Óskar Hrafn Þorvaldson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport að eitt það jákvæðasta við leikinn hafi verið þrenna danska sóknarmannsins.
Blikar unnu sinn fyrsta sigur og Thomas Mikkelsen setti þrennu. Anton valdi hann auðvitað mann leiksins og sá danski er leikmaður 3. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.
Sjá einnig:
Úrvalslið 3. umferðar Pepsi Max-deildarinnar
Eftir leikinn sagði Óskar Hrafn Þorvaldson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport að eitt það jákvæðasta við leikinn hafi verið þrenna danska sóknarmannsins.
Markaskorun Mikkelsen með Breiðabliki í efstu deild:
2018: 10 mörk í 11 leikjum
2019: 13 mörk í 20 leikjum
2020: 13 mörk í 16 leikjum
2021: 4 mörk í 3 leikjum hingað til
Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður, um Thomas Mikkelsen:
„Mikkelsen er kannski ekki hinn fullkomni leikmaður í kerfið hans Óskars upp á hvernig hann vill að Blikaliðið spili er varðar pressu til að vinna boltann aftur sem fremst á vellinum en hann er eins nálægt því að vera hinn fullkomni framherji og við höfum séð hér á landi," segir Tómas.
„Það er svo sannarlega lúxusvandamál að vera með leikmann sem kannski gerir ekki allt sem þú vilt leikfræðilega en svo skorar hann nánast mark í hverjum einasta leik. Hann er núna með 40 mörk í 50 deildarleikjum og búinn að jafna markamet Kidda fyrir Blika í efstu deild. Þetta er galin tölfræði hjá geggjuðum leikmanni."
Leikmenn umferðarinnar:
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Fjallað er um 3. umferðina í Innkastinu sem má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir