Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 14. maí 2021 11:10
Fótbolti.net
Bestur í 3. umferð - Nálægt því að vera hinn fullkomni framherji
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkelsen er 31 árs.
Mikkelsen er 31 árs.
Mynd: Hulda Margrét
„Þetta er ekki flókið val. Skoraði þrennu í kvöld og var réttur maður á réttum stöðum í mörkunum sínum," skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net, sem fjallaði um 4-0 sigur Breiðabliks gegn Keflavík.

Blikar unnu sinn fyrsta sigur og Thomas Mikkelsen setti þrennu. Anton valdi hann auðvitað mann leiksins og sá danski er leikmaður 3. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Sjá einnig:
Úrvalslið 3. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

Eftir leikinn sagði Óskar Hrafn Þorvaldson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport að eitt það jákvæðasta við leikinn hafi verið þrenna danska sóknarmannsins.

Markaskorun Mikkelsen með Breiðabliki í efstu deild:
2018: 10 mörk í 11 leikjum
2019: 13 mörk í 20 leikjum
2020: 13 mörk í 16 leikjum
2021: 4 mörk í 3 leikjum hingað til



Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður, um Thomas Mikkelsen:
„Mikkelsen er kannski ekki hinn fullkomni leikmaður í kerfið hans Óskars upp á hvernig hann vill að Blikaliðið spili er varðar pressu til að vinna boltann aftur sem fremst á vellinum en hann er eins nálægt því að vera hinn fullkomni framherji og við höfum séð hér á landi," segir Tómas.

„Það er svo sannarlega lúxusvandamál að vera með leikmann sem kannski gerir ekki allt sem þú vilt leikfræðilega en svo skorar hann nánast mark í hverjum einasta leik. Hann er núna með 40 mörk í 50 deildarleikjum og búinn að jafna markamet Kidda fyrir Blika í efstu deild. Þetta er galin tölfræði hjá geggjuðum leikmanni."

Leikmenn umferðarinnar:
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)

Fjallað er um 3. umferðina í Innkastinu sem má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Stemningstækling sem fór úrskeiðis
Athugasemdir
banner
banner
banner