Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 14. maí 2021 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Gunni Einars um rauða spjaldið: Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó., var sár og svekktur eftir 5-1 tapið gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld en hann talaði einnig um rauða spjaldið sem Emmanuel Eli Keke fékk.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Þetta er annað tap Víkings í röð í deildinni en liðið tapaði 4-2 gegn Fram í síðustu umferð og fékk svo á sig fimm mörk í dag. Gunni segir að margt hafi farið úrskeiðis í leiknum í dag.

„Ég ætla ekki að fara kryfja það hér og nú hvað fór úrskeiðis en það fór klárlega margt úrskeiðis. Þetta eru tveir leikir í röð þar sem við fáum á okkur mörk en við áttum líka að vera búnir að skora þarna," sagði Gunni Einars við Fótbolta.net.

„Þetta er ofboðslega svekkjandi og fúlt. Ég er ekki í þessu frekar en leikmennirnir að sækja í þessi úrslit en það er lítið annað hægt að gera en að horfa fram á við og mæta næsta leik. Það er verðugt verkefni á móti Kórdrengjum og mér fannst gaman að etja við þá og ég trúi ekki öðru en að mínir menn geti peppað sig upp í að mæta því liði."


Umdeilda atvik leiksins gerðist eftir klukkutíma þegar Emmanuel Eli Keke var rekinn af velli fyrir litlar sakir. Eli Keke og Kristófer Óskar Óskarsson rifust á vellinum sem endaði með því að Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina. Eli Keke var hins vegar rekinn í sturtu og var dómari leiksins harðákveðinn í því.

„Eins og ég sá þetta þá átti Konni að fá rautt. Dómarinn segir að hann sé harðviss á því að Keke hafi gert þetta en eins og þetta blasti við fyrir mér þá átti Konni að fá rautt."

Gunni var spurður hvort Víkingar myndu fara með þetta mál eitthvað lengra og neitaði hann því.

„Nei, hann verður að eiga það við sjálfan sig dómarinn hvað honum finnst um þetta. Þetta er það sem hann ákvað og mér fannst hann ekki góður í dag en ekki við heldur,"
sagði Gunnar ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner