Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 14. maí 2021 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Gunni Einars um rauða spjaldið: Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó., var sár og svekktur eftir 5-1 tapið gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld en hann talaði einnig um rauða spjaldið sem Emmanuel Eli Keke fékk.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Þetta er annað tap Víkings í röð í deildinni en liðið tapaði 4-2 gegn Fram í síðustu umferð og fékk svo á sig fimm mörk í dag. Gunni segir að margt hafi farið úrskeiðis í leiknum í dag.

„Ég ætla ekki að fara kryfja það hér og nú hvað fór úrskeiðis en það fór klárlega margt úrskeiðis. Þetta eru tveir leikir í röð þar sem við fáum á okkur mörk en við áttum líka að vera búnir að skora þarna," sagði Gunni Einars við Fótbolta.net.

„Þetta er ofboðslega svekkjandi og fúlt. Ég er ekki í þessu frekar en leikmennirnir að sækja í þessi úrslit en það er lítið annað hægt að gera en að horfa fram á við og mæta næsta leik. Það er verðugt verkefni á móti Kórdrengjum og mér fannst gaman að etja við þá og ég trúi ekki öðru en að mínir menn geti peppað sig upp í að mæta því liði."


Umdeilda atvik leiksins gerðist eftir klukkutíma þegar Emmanuel Eli Keke var rekinn af velli fyrir litlar sakir. Eli Keke og Kristófer Óskar Óskarsson rifust á vellinum sem endaði með því að Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina. Eli Keke var hins vegar rekinn í sturtu og var dómari leiksins harðákveðinn í því.

„Eins og ég sá þetta þá átti Konni að fá rautt. Dómarinn segir að hann sé harðviss á því að Keke hafi gert þetta en eins og þetta blasti við fyrir mér þá átti Konni að fá rautt."

Gunni var spurður hvort Víkingar myndu fara með þetta mál eitthvað lengra og neitaði hann því.

„Nei, hann verður að eiga það við sjálfan sig dómarinn hvað honum finnst um þetta. Þetta er það sem hann ákvað og mér fannst hann ekki góður í dag en ekki við heldur,"
sagði Gunnar ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner