Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 14. maí 2021 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Gunni Einars um rauða spjaldið: Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig
Gunnar Einarsson
Gunnar Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó., var sár og svekktur eftir 5-1 tapið gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld en hann talaði einnig um rauða spjaldið sem Emmanuel Eli Keke fékk.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Þetta er annað tap Víkings í röð í deildinni en liðið tapaði 4-2 gegn Fram í síðustu umferð og fékk svo á sig fimm mörk í dag. Gunni segir að margt hafi farið úrskeiðis í leiknum í dag.

„Ég ætla ekki að fara kryfja það hér og nú hvað fór úrskeiðis en það fór klárlega margt úrskeiðis. Þetta eru tveir leikir í röð þar sem við fáum á okkur mörk en við áttum líka að vera búnir að skora þarna," sagði Gunni Einars við Fótbolta.net.

„Þetta er ofboðslega svekkjandi og fúlt. Ég er ekki í þessu frekar en leikmennirnir að sækja í þessi úrslit en það er lítið annað hægt að gera en að horfa fram á við og mæta næsta leik. Það er verðugt verkefni á móti Kórdrengjum og mér fannst gaman að etja við þá og ég trúi ekki öðru en að mínir menn geti peppað sig upp í að mæta því liði."


Umdeilda atvik leiksins gerðist eftir klukkutíma þegar Emmanuel Eli Keke var rekinn af velli fyrir litlar sakir. Eli Keke og Kristófer Óskar Óskarsson rifust á vellinum sem endaði með því að Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina. Eli Keke var hins vegar rekinn í sturtu og var dómari leiksins harðákveðinn í því.

„Eins og ég sá þetta þá átti Konni að fá rautt. Dómarinn segir að hann sé harðviss á því að Keke hafi gert þetta en eins og þetta blasti við fyrir mér þá átti Konni að fá rautt."

Gunni var spurður hvort Víkingar myndu fara með þetta mál eitthvað lengra og neitaði hann því.

„Nei, hann verður að eiga það við sjálfan sig dómarinn hvað honum finnst um þetta. Þetta er það sem hann ákvað og mér fannst hann ekki góður í dag en ekki við heldur,"
sagði Gunnar ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner