„Ég er ósáttur að við fáum þessi mörk á okkur. Þeir virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir þessum mörkum sem er leiðinlegt," sagði Viktor Bjarki Arnarsson, venjulega aðstoðarþjálfari HK, eftir 2-3 tap HK gegn FH í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Lestu um leikinn: HK 2 - 3 FH
Arnar Freyr Ólafsson, markvörður, og Bjarni Gunnarsson, framherji, fóru meiddir af velli snemma í leiknum. Viktor segist ekki vita stöðuna á þeim en vonar að meiðslin séu ekki mikil.
„Maður er svekktur yfir því að þurfa að skipta tveimur í fyrri hálfleik og það gerir þetta þar af leiðandi erfitt að geta ekki sett inn ferska fætur í seinni hálfleik."
Fannst Viktori liðið sitt eiga skilið meira en núll stig í dag?
„Mér fannst við spila vel í dag og mér fannst strákarnir eiga skilið að fá allavega stig úr leiknum."
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var í banni í dag. Hvernig fannst Viktori að vera einn á hliðarlínunni?
„Við lögðum upp leikinn í vikunni og hvort sem Brynjar er eða ekki þá erum við löngu búnir að leggja upp leikinn og svo er bara að halda sjó í 90 mínútur," sagði Viktor Bjarki
Athugasemdir