Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 14. júní 2022 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Páll: Leikur sem við hefðum tapað fyrir mánuði síðan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR fór í fínt ferðalag norður til Akureyrar og flugu með eitt stig í pokanum suður eftir jafntefli gegn Þór/KA á SaltPay vellinum í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  3 KR

„Stoltur af stiginu. Eins og við erum búnir að tala um í síðustu leikjum að við sjáum framfarir á liðinu og stig hérna eru framfarir þó við hefðum alltaf viljað þrjú þannig þetta er blanda af tilfinningum. Svekktur en ótrúlega stoltur af liðinu, við fögnum stiginu temmilega," sagði Arnar Páll Garðarsson annar þjálfara liðsins.

„Það er komin trú í liðið að við getum spilað fótbolta, spilað frá marki og getum pressað og við sýndum það í fyrri hálfleik, það er eitthvað sem við tökum úr þessum leik alveg klárlega."

KR átti frábæran fyrri hálfleik og var með 2-1 forystu þegar flautað var til leikhlés. Þór/KA komst hins vegar í forystu með tveimur mörkum á tíu mínútna kafla. Hvað gerist þar?

„Eðlilega kemur smá stress í okkur þegar 2-2 markið kemur og þær [Þór/KA] koma líka aðeins ofar á völlinn og pressa okkur, við hefðum getað leyst það aðeins betur. Við réttum þeim svolítið leikinn en frábær karakter að koma til baka. Það segir svolítið um liðið að þetta er leikur sem við hefðum tapað fyrir mánuði síðan," sagði Arnar.

Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner