Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   þri 14. júní 2022 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Páll: Leikur sem við hefðum tapað fyrir mánuði síðan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR fór í fínt ferðalag norður til Akureyrar og flugu með eitt stig í pokanum suður eftir jafntefli gegn Þór/KA á SaltPay vellinum í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  3 KR

„Stoltur af stiginu. Eins og við erum búnir að tala um í síðustu leikjum að við sjáum framfarir á liðinu og stig hérna eru framfarir þó við hefðum alltaf viljað þrjú þannig þetta er blanda af tilfinningum. Svekktur en ótrúlega stoltur af liðinu, við fögnum stiginu temmilega," sagði Arnar Páll Garðarsson annar þjálfara liðsins.

„Það er komin trú í liðið að við getum spilað fótbolta, spilað frá marki og getum pressað og við sýndum það í fyrri hálfleik, það er eitthvað sem við tökum úr þessum leik alveg klárlega."

KR átti frábæran fyrri hálfleik og var með 2-1 forystu þegar flautað var til leikhlés. Þór/KA komst hins vegar í forystu með tveimur mörkum á tíu mínútna kafla. Hvað gerist þar?

„Eðlilega kemur smá stress í okkur þegar 2-2 markið kemur og þær [Þór/KA] koma líka aðeins ofar á völlinn og pressa okkur, við hefðum getað leyst það aðeins betur. Við réttum þeim svolítið leikinn en frábær karakter að koma til baka. Það segir svolítið um liðið að þetta er leikur sem við hefðum tapað fyrir mánuði síðan," sagði Arnar.

Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner