Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 14. júlí 2014 21:45
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Ótrúlega margir Ástralir klárir í að koma
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Það er léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki og lífið verður einhverneginn skemmtilegra," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-1 útisigur liðsins gegn Val í kvöld.

,,Menn lögðu allt í þetta hér í dag. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að gera vel með því að loka á þeirra styrkleika."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Breiðablik

Guðmundur fékk boltann nokkrum sinnum á hliðarlínunni í kvöld og sýndi gamla takta við fögnuð áhorfenda.

,,Lipur og ekki lipur tilþrif. Ég fékk boltann í andlitið einu sinni en boltinn sótti til mín og það er ánægjulegt að boltinn sæki aðeins ennþá til manns."

Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti en Guðmundur veit ekki hvort liðsstyrkur muni berast í Kópavoginn.

,,Það er voða lítið í pípunum. Það eru endalaus gylliboð frá ýmsum heimsálfum reyndar. Við eins og aðrir munum skoða hlutina en það er ekkert neglt og það þarf ekki að vera að það gerist neitt. Maður hefur kynnst ýmsu í þessum bransa," sagði Guðmundur en hvaðan eru flest tilboðin að koma?

,,Ástralíu. Eftir að þeir komust ekki á handboltamótið eru ótrúlega margir Ástralir klárir," sagði Guðmundur léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner