Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
   mán 14. júlí 2014 21:45
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Ótrúlega margir Ástralir klárir í að koma
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Það er léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki og lífið verður einhverneginn skemmtilegra," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-1 útisigur liðsins gegn Val í kvöld.

,,Menn lögðu allt í þetta hér í dag. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að gera vel með því að loka á þeirra styrkleika."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Breiðablik

Guðmundur fékk boltann nokkrum sinnum á hliðarlínunni í kvöld og sýndi gamla takta við fögnuð áhorfenda.

,,Lipur og ekki lipur tilþrif. Ég fékk boltann í andlitið einu sinni en boltinn sótti til mín og það er ánægjulegt að boltinn sæki aðeins ennþá til manns."

Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti en Guðmundur veit ekki hvort liðsstyrkur muni berast í Kópavoginn.

,,Það er voða lítið í pípunum. Það eru endalaus gylliboð frá ýmsum heimsálfum reyndar. Við eins og aðrir munum skoða hlutina en það er ekkert neglt og það þarf ekki að vera að það gerist neitt. Maður hefur kynnst ýmsu í þessum bransa," sagði Guðmundur en hvaðan eru flest tilboðin að koma?

,,Ástralíu. Eftir að þeir komust ekki á handboltamótið eru ótrúlega margir Ástralir klárir," sagði Guðmundur léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner