Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 14. júlí 2014 21:45
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Ótrúlega margir Ástralir klárir í að koma
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Það er léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki og lífið verður einhverneginn skemmtilegra," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-1 útisigur liðsins gegn Val í kvöld.

,,Menn lögðu allt í þetta hér í dag. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að gera vel með því að loka á þeirra styrkleika."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Breiðablik

Guðmundur fékk boltann nokkrum sinnum á hliðarlínunni í kvöld og sýndi gamla takta við fögnuð áhorfenda.

,,Lipur og ekki lipur tilþrif. Ég fékk boltann í andlitið einu sinni en boltinn sótti til mín og það er ánægjulegt að boltinn sæki aðeins ennþá til manns."

Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti en Guðmundur veit ekki hvort liðsstyrkur muni berast í Kópavoginn.

,,Það er voða lítið í pípunum. Það eru endalaus gylliboð frá ýmsum heimsálfum reyndar. Við eins og aðrir munum skoða hlutina en það er ekkert neglt og það þarf ekki að vera að það gerist neitt. Maður hefur kynnst ýmsu í þessum bransa," sagði Guðmundur en hvaðan eru flest tilboðin að koma?

,,Ástralíu. Eftir að þeir komust ekki á handboltamótið eru ótrúlega margir Ástralir klárir," sagði Guðmundur léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner