
„Enn og aftur er pínu svekkelsi,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður landsliðsins, eftir jafntefli gegn Ítalíu.
Lestu um leikinn: Ítalía 1 - 1 Ísland
Ísland fékk færi til að vinna leikinn í kvöld, en inn vildi boltinn ekki.
„Þetta gekk ekki upp í dag, en þetta er klárlega ekki búið.“
„Það var geggjað að skora snemma og þá fékk maður svona: 'We got this'. En svo var þetta brekka eftir það og við vorum mikið í vörn. Varnarleikurinn var flottur. Við vorum mikið í vörn og það var ekki úr miklu að moða fram á við.“
Hvernig var fyrir Berglindi að takast á við ítölsku varnarmennina? Hún þekkir þá ágætlega eftir tíma sinn hjá AC Milan.
„Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti þeim. Það var leiðinlegt að við náðum ekki að gera meira á móti þeim.“
Berglind segir að mótið sé klárlega ekki búið, það sé möguleiki gegn Frakklandi. Allt viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir