Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 14. september 2019 18:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Beggi Ólafs: Sjaldan verið eins stressaður í leik og núna
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beggi Ólafs var ekki í leikmannahópi Fjölnis í dag þegar liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í 21. umferð Inkasso deildar karla. Bergsveinn var að taka út leikbann í dag og gat ekki hjálpað liði sínu að tryggja sér sæti í Pepsi-Max deildinni en það kom ekki að sök.

"Tilfinningin er fáranlega góð, svoltítið steikt að vera ekki að spila og fagna Pepsi deildar sæti en var rosalega stoltur af strákunum í dag, af þessu liði og af þessum klúbb og bara virkilega gaman að vera hluti af þessu. Markmiðinu var náð og það væri eiginlega bara græðgi að biðja um eitthvað meira til að byrja með" Sagði Beggi ferskur eftir leik.

"Þetta er öðruvísi tilfinning þegar þú hefur enga stjórn á því hvernig leikurinn mun fara og þetta er í öðrum höndum en sjálfum þér og ég hef sjaldan verið eins stressaður og í leik og núna en þeir sinntu dagsverki og gerðu jafntefli gegn góðu Leiknisliði og verð að hrósa Leikni, búnir að vera frábærir í seinni umferðinni" Sagði Bergsveinn um það að vera ekki að spila leikinn.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

"Það þýðir ekkert annað, þetta er minn uppeldisklúbbur og mér þykir mjög vænt um þennan klúbb. Það var smá niðursveifla hjá manni eftir síðasta tímabil og búinn að eiga erfitt ár fram að því fótboltalega séð og að ná að tryggja okkur upp eftir bara 1 ár í Inkasso, menn gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið ég er stoltur af öllum í kringum klúbinn, af sjálfum mér og strákunum. Þannig að taka þetta skref og vera bara eitt ár í Inkasso, það skiptir mig miklu máli" Sagði Beggi varðandi næsta tímabil í Pepsi Max.

Bergsveinn er mikill reynslubolti og hefur leikið með Fjölni áður í efstu deild og einnig með FH og mun eflaust hjálpa liðinu helling í deild þeirra bestu á næsta ári.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner
banner