Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 14. september 2019 18:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Beggi Ólafs: Sjaldan verið eins stressaður í leik og núna
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beggi Ólafs var ekki í leikmannahópi Fjölnis í dag þegar liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í 21. umferð Inkasso deildar karla. Bergsveinn var að taka út leikbann í dag og gat ekki hjálpað liði sínu að tryggja sér sæti í Pepsi-Max deildinni en það kom ekki að sök.

"Tilfinningin er fáranlega góð, svoltítið steikt að vera ekki að spila og fagna Pepsi deildar sæti en var rosalega stoltur af strákunum í dag, af þessu liði og af þessum klúbb og bara virkilega gaman að vera hluti af þessu. Markmiðinu var náð og það væri eiginlega bara græðgi að biðja um eitthvað meira til að byrja með" Sagði Beggi ferskur eftir leik.

"Þetta er öðruvísi tilfinning þegar þú hefur enga stjórn á því hvernig leikurinn mun fara og þetta er í öðrum höndum en sjálfum þér og ég hef sjaldan verið eins stressaður og í leik og núna en þeir sinntu dagsverki og gerðu jafntefli gegn góðu Leiknisliði og verð að hrósa Leikni, búnir að vera frábærir í seinni umferðinni" Sagði Bergsveinn um það að vera ekki að spila leikinn.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

"Það þýðir ekkert annað, þetta er minn uppeldisklúbbur og mér þykir mjög vænt um þennan klúbb. Það var smá niðursveifla hjá manni eftir síðasta tímabil og búinn að eiga erfitt ár fram að því fótboltalega séð og að ná að tryggja okkur upp eftir bara 1 ár í Inkasso, menn gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið ég er stoltur af öllum í kringum klúbinn, af sjálfum mér og strákunum. Þannig að taka þetta skref og vera bara eitt ár í Inkasso, það skiptir mig miklu máli" Sagði Beggi varðandi næsta tímabil í Pepsi Max.

Bergsveinn er mikill reynslubolti og hefur leikið með Fjölni áður í efstu deild og einnig með FH og mun eflaust hjálpa liðinu helling í deild þeirra bestu á næsta ári.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner