Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   lau 14. september 2019 19:41
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Gjörsamlega glórulaus ákvörðun
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var vægast sagt ósáttur með dómarateymi úrslitlaleiks Mjólkurbikarsins í dag. FH tapaði leiknum 1-0 gegn Víking R. Pétur Viðarsson fékk að lýta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og hafði Óli þetta um atvikið að segja:

„Þetta er gjörsamlega glórulaus ákvörðun. Að halda því fram að það sé ásetningur þarna þegar að hann (Pétur Viðarsson) stígur niður, þá vill svo óheppilega til að það liggur Víkingsmaður þarna í grasinu. Ég sá ekki einu sinni hvort að hann fór í hann." sagði Óli meðal annars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Að fjórði dómarinn skuli taka svona risa ákvörðun er algjörlega út í hött og ekki í fyrsta skipti í sumar sem að þetta gerist."

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikið rok var á meðan að leik stóð og þá var völlurinn rennandi blautur. Víkingar byrjuðu leikinn með vindinn í bakið og voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleik.

„Það voru erfiðar aðstæður í dag til að spila og við lentum undir pressu. Þegar við reyndum að koma boltanum á vængina þá réðum við illa við boltann."

„Við töluðum um það í hálfleik að það væri ásættanlegt að koma inní hálfleikinn í jafntefli og ætluðum að nýta okkur aðstæðurnar og setja pressu á þá. En það var meðal annars slegið úr höndunum á okkur þegar að við fáum þetta rauða spjald gegn okkur." sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner