29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 14. september 2019 19:41
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Gjörsamlega glórulaus ákvörðun
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Óli var ósáttur með dómarateymi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var vægast sagt ósáttur með dómarateymi úrslitlaleiks Mjólkurbikarsins í dag. FH tapaði leiknum 1-0 gegn Víking R. Pétur Viðarsson fékk að lýta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og hafði Óli þetta um atvikið að segja:

„Þetta er gjörsamlega glórulaus ákvörðun. Að halda því fram að það sé ásetningur þarna þegar að hann (Pétur Viðarsson) stígur niður, þá vill svo óheppilega til að það liggur Víkingsmaður þarna í grasinu. Ég sá ekki einu sinni hvort að hann fór í hann." sagði Óli meðal annars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Að fjórði dómarinn skuli taka svona risa ákvörðun er algjörlega út í hött og ekki í fyrsta skipti í sumar sem að þetta gerist."

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikið rok var á meðan að leik stóð og þá var völlurinn rennandi blautur. Víkingar byrjuðu leikinn með vindinn í bakið og voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleik.

„Það voru erfiðar aðstæður í dag til að spila og við lentum undir pressu. Þegar við reyndum að koma boltanum á vængina þá réðum við illa við boltann."

„Við töluðum um það í hálfleik að það væri ásættanlegt að koma inní hálfleikinn í jafntefli og ætluðum að nýta okkur aðstæðurnar og setja pressu á þá. En það var meðal annars slegið úr höndunum á okkur þegar að við fáum þetta rauða spjald gegn okkur." sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner