
Lestu um leikinn: Þór/KA 3 - 3 ÍBV
„Þetta var mjög spennandi leikur, frábær leikur fyrir stuðningsmennina. Ég verð með einhver hjartavandamál. Þetta var flottur leikur, við skoruðum fín mörk og mér fannst við gera meira en nóg til að vinna leikinn," sagði Glenn.
ÍBV komst þrisvar yfir í leiknum en Þór/KA svaraði alltaf. Glenn var ekki nógu ánægður með varnarleikinn.
„Já, ég sagði við stelpurnar að þær mættu ekki slaka á, það voru tvö augnablik í leiknum sem það gerist og þær refsuðu. Það gerist þegar maður spilar gegn góðum leikmönnum og góðum liðum."
Hann var þó ánægður með færin sem liðinu tókst að skapa sér í leiknum.
„Miðað við hvernig Þór/KA spilaði gegn Þrótti vissum við að þær yrðu þéttar til baka og vel skipulagðar sem kom á daginn. Við þurftum bara að brjóta þær niður og við sköpuðum mörg færi."