Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 14. október 2021 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Bjarni: Hún skiptir bara öllu máli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líst gríðarlega vel á þetta, það er ekki á hverjum degi sem maður nær að komast í bikarúrslit þannig við erum bara fullir eftirvæntingar," sagði Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Óttar var til viðtals í tilefni af bikarúrslitaleik ÍA og Víkings sem fram fer á laugardag.

„Sjálstraustið ætti að vera í botni, við náðum mjög góðum ryþma í okkar leik í restina og vorum að spila mjög vel. Ég vona að þessi meðbyr komi með okkur í leikinn á laugardag."

Hversu mikilvæg er góð stemning úr stúkunni upp á leik liðsins að gera?

„Hún skiptir bara öllu máli, það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er fullt af fólki í stúkunni að hvetja. Ég held að það liggi í augum uppi. Vonandi fáum við alla Skagamenn á völlinn á morgun og þeir halda áfram að styðja okkur eins og þeir hafa gert í síðustu leikjum."

Óttar talar um að ÍA sé að mæta besta liði á Íslandi en segist vera bjartsýnn á góð úrslit. En hvaða þýðingu hefði það fyrir ÍA að verða bikarmesitari?

„Ég held að það hefði gríðarlega þýðingu fyrir klúbbinn. ÍA er stórveldi í íslenskri knattspyrnu og átján ár síðan síðasti bikar kom. Ég held að þetta myndi lyfta bæjarfélaginu alveg svakalega mikið," sagði Óttar.

Óttar sagði að lokum að það væri skemmtileg söguleg staðreynd að ÍA hefði unnið síðustu sjö bikarleiki þessara liða en að það muni ekki skipta neinu máli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner