Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
banner
   fim 14. október 2021 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Bjarni: Hún skiptir bara öllu máli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líst gríðarlega vel á þetta, það er ekki á hverjum degi sem maður nær að komast í bikarúrslit þannig við erum bara fullir eftirvæntingar," sagði Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Óttar var til viðtals í tilefni af bikarúrslitaleik ÍA og Víkings sem fram fer á laugardag.

„Sjálstraustið ætti að vera í botni, við náðum mjög góðum ryþma í okkar leik í restina og vorum að spila mjög vel. Ég vona að þessi meðbyr komi með okkur í leikinn á laugardag."

Hversu mikilvæg er góð stemning úr stúkunni upp á leik liðsins að gera?

„Hún skiptir bara öllu máli, það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er fullt af fólki í stúkunni að hvetja. Ég held að það liggi í augum uppi. Vonandi fáum við alla Skagamenn á völlinn á morgun og þeir halda áfram að styðja okkur eins og þeir hafa gert í síðustu leikjum."

Óttar talar um að ÍA sé að mæta besta liði á Íslandi en segist vera bjartsýnn á góð úrslit. En hvaða þýðingu hefði það fyrir ÍA að verða bikarmesitari?

„Ég held að það hefði gríðarlega þýðingu fyrir klúbbinn. ÍA er stórveldi í íslenskri knattspyrnu og átján ár síðan síðasti bikar kom. Ég held að þetta myndi lyfta bæjarfélaginu alveg svakalega mikið," sagði Óttar.

Óttar sagði að lokum að það væri skemmtileg söguleg staðreynd að ÍA hefði unnið síðustu sjö bikarleiki þessara liða en að það muni ekki skipta neinu máli á laugardaginn.
Athugasemdir