Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um enska boltann, var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Birkir Már Sævarsson, einn leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar, ætlar að reyna að gera betur en það en hann spáir í þá leiki sem fara fram núna um helgina. Birkir er mikill Leedsari en hans menn mæta Liverpool á mánudagskvöld.
Birkir Már Sævarsson, einn leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar, ætlar að reyna að gera betur en það en hann spáir í þá leiki sem fara fram núna um helgina. Birkir er mikill Leedsari en hans menn mæta Liverpool á mánudagskvöld.
Aston Villa 1 - 2 Newcastle (11:30 í dag)
Sigurinn verður öruggari en tölurnar segja til um. Newcastle kemst í 2-0 frekar snemma með mörkum frá Isak og Trippier en Watkins minnkar muninn í uppbótartíma.
Chelsea 2 - 3 Brighton (14:00 í dag)
Hræðilegt gengi Chelsea heldur áfram gegn sprækum Brighton mönnum. Held samt að það komi loksins að því að Mudryk geri e-ð að viti og skori jafnvel bæði. Mitoma skorar tvö og MacAllister eitt.
Everton 1 - 1 Fulham (14:00 í dag)
Þetta verður hundleiðinlegur leikur en bæði lið ná á einhvern óskiljanlegan hátt að troða inn einu marki.
Southampton 0 - 3 Crystal Palace (14:00 í dag)
Southampton menn halda áfram á hraðbraut til helvítis og skila inn enn einni hroðalegri frammstöðunni. Ætli Ayew skori ekki allavega eitt?
Tottenham 2 - 0 Bournemouth (14:00 í dag)
Kulumessi setur tvö í mjög einföldum sigri Tottenham. Bæði mörkin koma snemma og síðan verður bara afslöppun restina af leiknum.
Wolves 1 - 3 Brentford (14:00 í dag)
Sprækir Brentford menn sækja góðan útisigur gegn leiðinlegum Úlfum. Toney skorar tvö og einhver Dani skorar hitt.
Man City 5 - 0 Leicester (16:30 í dag)
Hugsa að Erlingur komi öllum á óvart og skori þrjú mörk. Hin tvö mörkin skora Ake og Alvarez. Leicester mun sennilega ekki fara yfir miðju.
West Ham 0 - 3 Arsenal (13:00 á morgun)
Alvöru London derby nema að West Ham getur ekki mikið. Þeir halda sig í öruggri fjarlægð frá Leeds með góðu tapi. Saka, Martinelli og Jesus skora.
Nottingham Forest 1 - 4 Man Utd (15:30 á morgun)
Sé ekki annað í spákúlunni en að United taki þennan nokkuð þægilega. Hugsa að Martial skori tvö og Lindelöf og McTominay sitthvort.
Leeds (Pride of Yorkshire) 3 - 1 Liverpool (19:00 á mánudag)
Mikilvægasti leikur ársins á Sævarsson heimilinu þar sem að allt er krökkt af Liverpool stuðningsmönnum. En við Leedsarar erum kokhraustir að vanda og höfum óbilandi trú á því að okkar menn komi til baka eftir erfiðan síðasta leik. Liverpool menn eru strax farnir að tala um Summerville grýluna eftir leik liðanna fyrr á tímabilinu og hann dúkkar að sjálfsögðu upp aftur og setur mark. Gnonto skorar líka og Cooper setur svo naglann í kistuna. Ætli Milner skori svo ekki fyrir Liverpool og biðjist afsökunnar í kjölfarið enda drengur góður.
Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Guðmundur Stephensen - 6 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Kristján Atli - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Jason Daði Svanþórsson - 3 réttir
Siggi Gunnars - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir