PSG er komið áfram í undanúrslit þrátt fyrir 3-2 tap gegn Aston Villa á Villa Park í kvöld en PSG vann einvígið samanlagt 5-4.
Liðið er komið í undanúrslitin annað árið í röð en PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra.
Liðið er komið í undanúrslitin annað árið í röð en PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra.
„Við megum ekki gleyma því að þetta er Meistaradeildin og hitt liðið er með mikil gæði. Aston Villa var mjög kraftmikið. Heilt yfir áttum við skilið að vinna," sagði Enrique.
„Annað árið í röð erum við komnir í undanúrslit og við viljum komast í úrslit. Ég tel að við séum besta lið í heimi, ekki bara besta markmanninn. Það er fullt af gæðaleikmönnum hjá PSG."
Athugasemdir