Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 15. júní 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Terzic lenti í átökum við Hummels
Mynd: EPA

Mats Hummels mun feta í fótspur Edin Terzic fyrrum stjóra félagsins og yfirgefa félagið í sumar.


Dortmund staðfesti í vikunni að Trezic hafi tekið á ákvörðun að yfirgefa félagið. Fjölmiðlar greina frá því að Terzic og Hummels hefðu rifist fyrir úrslitaleik Meistaradeeildarinnar gegn Real Madrid.

Samningur Hummels við Dortmund rennur út í sumar en talið er að hann hefði viljað vera áfram ef Terzic myndi yfirgefa félagið.

Þrátt fyrir að Terzic sé farinn mun Hummels ekki framlengja en þetta segir þýski miðillinn Ruhr Nachrichten. Hummels sem er 35 ára gamall varnarmaður hefur verið í herbúðum Dortmund í 14 ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner