Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   þri 15. september 2020 19:39
Gunnar Karl Haraldsson
Helgi Sig: Öll tölfræði sýnir að við erum að spila vel
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekkjandi, erum í sókn allan tímann í þessum leik og við fáum að ég held fimmtán dauðafæri og náum ekki að nýta eitt þeirra. Ef við nýtum ekki færin þá er þetta sjálfum okkur um að kenna. Því miður vildi þetta ekki inn hjá okkur - mjög slæmt," sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, eftir jafntefli gegn Leikni F. í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Leiknir F.

ÍBV hefur leikið sex leiki án þess að sigra. Toppbaráttan orðin erfið upp á að komast í Pepsi Max-deildina?

„Já við gerðum okkur þetta enn erfiðara fyrir í dag og það er engum að kenna nema okkur sjálfum. Erum endalaust með boltann, endalaust að skapa dauðafæri eða hálffæri en við náum ekki að koma boltanum í netið sem er það mikilvægasta í fótbolta."

Er Helgi ánægður með þróunina á liðinu og spilamennskuna?

„Ég er mjög ánægður með síðustu tvo þrjá leiki þó það sé asnalegt að segja það þar sem við erum ekki að vinna. Við erum að spila vel og skapa mikið af færum. Öll tölfræði sýnir að við erum að spila vel en á meðan við erum ekki að skora þá verður þetta gríðarlega erfitt og við erum að gera okkur þetta æ erfiðara í toppbaráttunni."

Nánar er rætt við Helga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner