sun 15. nóvember 2020 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danir fengu ódýrt víti - Hélt um andlitið eins og leikari
Icelandair
Mynd: Getty Images
Danmörk er komið 1-0 yfir gegn Íslandi í leik sem er núna í gangi í Þjóðadeildinni.

Mark Danmerkur skoraði Christian Eriksen úr vítaspyrnu eftir að dómari leiksins dæmdi brot á Ara Frey Skúlason innan teigs. Dómurinn var umdeildur.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Parken.

Ari Freyr fór örlítið hátt með fótinn og Daniel Wass fór niður. Danski bakvörðurinn hélt um höfuð sitt en Ara fór hvergi nálægt höfuði hans. Guðmundur Benediktsson, sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport, sagði að Wass héldi um höfuð sitt eins og leikari. Þá var spurning með það hvort Wass hefði verið rangstæður í aðdragandanum.

Danski fjölmiðlamaðurinn Casper Dalsten skrifar á Twitter að sér hafi fundist þetta ódýr vítaspyrna. „Þetta er ódýr vítaspyrna. Og var Wass ekki rangstæður?"

Christian Eriksen skoraði úr spyrnunni og staðan er 1-0. Vítaspyrnudóminn og markið má sjá hér að neðan.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner