Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 23:33
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea búið að bæta eyðslumet úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Chelsea hefur verið í miklum ham á leikmannamarkaðinum frá því að bandaríski viðskiptajöfurinn Todd Boehly keypti félagið af Roman Abramovich.


Chelsea er þegar búið að bæta eyðslumet ensku úrvalsdeildarinnar, sem Manchester City setti tímabilið 2017-18 með því að eyða rúmlega 328 milljónum punda í nýja leikmenn.

Á þessu tímabili hefur Chelsea keypt leikmenn fyrir um 400 milljónir punda og virðist ekki ætla að hætta. Wesley Fofana og Mykhailo Mudryk voru dýrastir en Marc Cucurella, Raheem Sterling, Benoit Badiashile og Kalidou Koulibaly komu heldur ekki neitt sérstaklega ódýrt.

Það þykir ljóst að Chelsea mun þurfa að selja leikmenn á næstu misserum til að vinna upp þetta fjárhagstap, þá sérstaklega til að standast kröfur um fjármálaháttvísi.

Ef gömul eyðslumet eru færð yfir á núvirði, teljandi svokallaða 'fótbolta-verðbólgu' með, á Chelsea enn nokkuð langt í land með að bæta sitt gamla met frá 2003-04 - árið sem Abramovich keypti félagið. Þar eyddi Chelsea um 150 milljónum punda, sem samsvara tæplega 700 milljónum punda í fótboltaheiminum í dag.


Athugasemdir
banner
banner