Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 16. mars 2023 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Hanskarnir ekki lengst upp á hillu - „Kom strax til baka því ég elska Ísland"
Kvenaboltinn
Chante Sandiford.
Chante Sandiford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni.
Í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var á sínum tíma fyrirliði Hauka.
Var á sínum tíma fyrirliði Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög ánægð á Íslandi og þetta er heimili mitt'
'Ég er mjög ánægð á Íslandi og þetta er heimili mitt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Chante Sandiford kom fyrst hingað til lands fyrir sumarið 2015. Þá til að spila með Selfossi. Hún er enn á Íslandi og er búin að festa hér rætur.

Núna eru hanskarnir komnir langleiðina upp á hilluna góðu, þó hún útiloki ekki að spila í sumar. Hún er búin að skipta yfir í Grindavík þar sem hún verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og mun einnig sjá um markvarðarþjálfun.

„Ég veit ekki alveg hvort hanskarnir séu komnir upp á hillu, ég er ekki búin að setja þá alveg upp. Kannski. Planið er ekki að spila, það er að þjálfa. Það kemur í ljós," sagði hún í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég verð aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki í Grindavík og líka markvarðarþjálfari. Svo er ég aðalþjálfari hjá 7. flokki og 4. flokki kvenna. Ég er rosalega spennt að byrja að þjálfa, það er mjög spennandi."

Ég er mjög spennt að fylgjast áfram með liðinu
Chante varð mark Stjörnunnar á síðustu leiktíð þegar liðið náði að enda í öðru sæti Bestu deildarinnar og tryggja sér þannig þátttökurétt í Meistaradeildinni.

„Ég er mjög spennt að fylgjast áfram með liðinu og sjá hvað stelpurnar gera í Meistaradeildinni," segir Chante en hún var auðvitað sátt með hvernig tímabilið fór.

„Við komumst í Meistaradeildina og gerðum mjög vel. Ég er mjög stolt af liðinu og mjög ánægð hvernig tímabil fór."

Hún segir að það hafi verið erfitt að fara frá Stjörnunni, en félagið hefur fengið til sín tvo nýja markverði fyrir komandi sumar. Landsliðsmarkvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kom frá Val og Ólympíumeistarinn Erin McLeod kom frá Orlando Pride. Chante átti ár eftir af samningi en hún er með metnað fyrir þjálfun og ákvað því að fara yfir í Grindavík.

„Það er auðvitað erfitt að fara, en fótboltinn er svona. Núna er ég á nýrri leið og ég er mjög spennt að byrja að þjálfa. Það er spennandi að halda áfram fótboltamenningunni í Grindavík."

Ísland er heimili mitt
Chante lítur á Ísland sem heimili sitt í dag. Hér á hún unnusta og hér líður henni gríðarlega vel.

„Ég var að spila í Rússlandi í tvö ár fyrst. Það var geggjað, en lífið utan fótboltans var erfitt. Ég kom til Íslands árið 2015 og fór á Selfoss. Það var rosalega öðruvísi; það var öruggt og mikill félagsfílingur þar. Ég var rosalega hamingjusöm að vera á Selfossi og á Íslandi. Það var geggjað og núna er ég enn hérna átta árum síðar," segir Chante.

Hún spilaði með Selfossi, fór þaðan í Hauka og nú síðast í Stjörnuna. Chante hefur notið lífsins á Íslandi og ætlar að búa hér áfram á næstu árum.

„Það er rosalega skemmtilegt að búa og spila á Íslandi. Að búa á Selfossi og spila þar var geggjað. Ég fór til Noregs í smástund en kom strax til baka af því að ég elska Ísland. Ég fór í Hauka og við reyndum að vinna deildina. Við reyndum tvisvar sinnum en því miður tókst það ekki. Ég vildi spila í Bestu deildina og fór því í Stjörnuna. Þar fékk ég tvö mjög góð tímabil. Núna er ég komin í Grindavík að þjálfa. Ég elska að vera á Íslandi. Þetta er heimili mitt núna."

Af hverju er Ísland svona skemmtilegt?

„Þegar ég kom fyrst til Íslands hitti ég unnusta minn. Áður en ég varð ástfangin af honum þá varð ég ástfangin af Íslandi. Landið er mjög öruggt, það er fallegt og fólkið er yndislegt. Veðrið er það ekki, en það er bara eins og það er."

„Ég veit ekki hvort ég muni búa á öðrum stað. Aldrei segja aldrei. Ég er mjög ánægð á Íslandi og þetta er heimili mitt."

Viðtalið er á íslensku en móðurmál Chante er enska. Hún hefur undanfarin ár lagt mikið á sig til að læra íslensku og er í námi því tengdu. Í spilaranum fyrir ofan má meðal annars hlusta á Chante tala um það hvernig er að læra íslensku og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner