Andri Lucas Guðjohnsen var ónotaður varamaður þegar Gent tapaði gegn Kortrijk í belgísku deildinni í kvöld.
Andri hefur skorað fjögur mörk í 26 leikjum í deildinni en síðasta markið hans kom fyrir rúmum mánuði síðan í jafntefli gegn Mechelen.
Andri hefur skorað fjögur mörk í 26 leikjum í deildinni en síðasta markið hans kom fyrir rúmum mánuði síðan í jafntefli gegn Mechelen.
Patrik Sigurður Gunnarsson er leikmaður Kortrijk en hann hefur ekkert spilað síðan í október vegna meiðsla. Gent er í 6. sæti með 45 stig en Kortrijk er í fimmtánda og næst neðsta sæti með 26 stig.
Gísli Gottskálk Þórðarson er á meiðslalistanum hjá Lech Poznan en liðið tapaði 2-1 gegn Jagiellonia í pólsku deildinni í kvöld. Lech Poznan er í 3. sæti með 50 stig en Jagiellonia fór upp fyirr Lech í 2. sæti með 51 stig eftir leikinn í kvöld.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu þegar Orlando City gerði 2-2 jafntefli gegn New York Red Bulls í MLS deildinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Orlando er með fjögur stig í 11. sæti eftir fjórar umferðir í Austurdeildinni.
Athugasemdir