Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 16. júní 2020 08:41
Fótbolti.net
Rúnar Páll um Óla Skúla: Þetta er gjörsamlega galið
Alex liggur eftir í kjölfarið á tæklingunni.
Alex liggur eftir í kjölfarið á tæklingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Fylkis, fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Alex Þór Hauksson undir lokin í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í gær. Rauða spjaldið fór á loft á 88. mínútu en fimm minútum síðar tryggði Ísak Andri Sigurgeirsson síðan Stjörnunni sigur.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við tæklinguna en hann tjáði sig um atvikið í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport eftir leik.

„Þetta var bara árás og hrikalega gróft. Mig minnir að hann hafi fengið samskonar spjald í vetur á móti okkur þegar hann straujaði einhvern í leik í febrúar. Þetta er gjörsamlega galið. Hann getur stórslasað Alex og þá er ferillinn búinn. Þetta er svo heimskulegt, jesús minn almáttugur," sagði Rúnar í Pepsi Max stúkunni.

Rætt var um atvikið í Innkastinu á Fótbolta.net í gærkvöldi en Tómas Þór Þórðarson telur að VIlhjálmur Alvar Þórarinsson, 4. dómari, hafi sagt Guðmundi Ársæli Guðmundssyni að gefa rauða spjaldi. Guðmundur Ársæll bjó sig fyrst undir að lyfta gulu spjaldi.

„Ólafur Ingi hittir ekki stoðfótinn á Alex Frey, til allrar lukku. Hann klippir hann niður og þetta er 100% rautt," sagði Tómas Þór í Innkastinu í gærkvöldi.

Tómas telur að VIlhjálmur Alvar Þórarinsson, 4. dómari, hafi sagt Guðmundi Ársæli Guðmundssyni

„Ólafur Ingi hefur náð lengst af öllum þessum Fylkismönnum og þetta var glórulaus tækling, hvað þá í þessari stöðu. Það kom aukin pressa frá Stjörnumönnum og þeir skoruðu sigurmarkið. Ólafur Ingi er ekki bara leiðtogi þessa fótboltaliðs heldur er hann kominn með aukna pressu og ábyrgð sem aðstoðarþjálfari og að margra mati verðandi aðalþjálfari. Það var stórkostlega skrýtið að sjá mann með þessa ábyrgð á herðum sér að henda sér í þessa tæklingu," sagði Tómas.

„Það var heldur ekki eins og hann væri að sleppa í gegn. Þetta var vægast sagt klaufalegt," bætti Ingólfur Sigurðsson við.

Smelltu hér til að sjá tæklinguna

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Þjálfaraskúrkur og Víkingavonbrigði
Athugasemdir
banner
banner
banner