Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 16. júní 2021 16:30
Fótbolti.net
Lið 6. umferðar - Valinn í fjórða sinn og tveir úr tapliði
Lengjudeildin
Guðjón Ernir skoraði sigurmark ÍBV
Guðjón Ernir skoraði sigurmark ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred skoraði tvö
Fred skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Agnar var öflugur í sigri Vestra
Daníel Agnar var öflugur í sigri Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í sjöttu umferð unnust tveir leikir á útivelli og fjórir á heimavelli. Allir heimasigrarnir unnust 2-1.

Fram er áfram með fullt hús stiga og vann 0-4 sigur á Selfossi síðasta fimmtudag. Fred Saraiva var á eldi og var maður leiksins. Skoraði tvö mörk og sýndi enn og aftur hversu góður leikmaður hann er. Albert Hafsteinsson er þá kominn með áskrift að sæti í liði umferðarinnar, í fjórða sinn í sumar þar sem hann spilar sig inn í liðið.

Vestri vann 2-1 heimasigur gegn Aftureldingu og var Daníel Agnar Ásgeirsson bestur á vellinum í leiknum. Daníel lék í miðverði og átti glimrandi leik. Vladimir Tufegdzic skoraði fyrra mark Vestra í leiknum og var öflugur.



Kórdrengir unnu frábæran 2-1 sigur gegn Gróttu og er Davíð Smári Lamude þjálfari umferðarinnar. Davíð Þór Ásbjörnsson skoraði bæði mörk liðsins og var besti maður vallarins. Seinna markið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Lukas Jensen er þá í liðinu en hann átti frábæran leik í markinu.

Ólsarar eru þá með tvo fulltrúa í liðinu þrátt fyrir 2-1 tap gegn Fjölni. Gestirnir frá Ólafsvík voru betra liðið á vellinum en misstu leikinn niður í tap í ótrúlegum uppbótartíma. Hlynur Sævar Jónsson var öflugur í miðverðinum og Harley Willard átti flottan leik á kantinum.

ÍBV náði að hala inn þremur stigum á heimavelli gegn Þór en torsóttur var sigurinn. Eyjamenn misstu mann af velli en náðu þrátt fyrir það að vinna leikinn. Guðjón Ernir Hrafnkelsson var 'super-sub' og tryggði sigurinn. Eiður Aron Sigurbjörnsson sýndi þá að hann er einn besti leikmaður deildarinnar, öflugur í miðverðinum.

Síðastur á blað er svo Oddur Ingi Bjarnason sem var valinn maður leiksins þegar Grindavík vann 2-1 sigur á Þrótti.

Sjá einnig:
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner