Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fös 16. september 2022 10:00
Fótbolti.net
Þegar upp úr sauð í Vesturbænum 2020 - „Fokka þú þér aumingi“
Sölvi Geir Ottesen og Pablo Punyed heitt í hamsi sumarið 2020.
Sölvi Geir Ottesen og Pablo Punyed heitt í hamsi sumarið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta umferðin fyrir tvískiptingu Bestu deildarinnar verður leikin á morgun og meðal viðureigna er leikur Víkings og KR. Það eru oftast mikil læti og fjör þegar þessi tvö lið eigast við.

KR-ingar, sem innsigluðu sæti í efri hlutanum um síðustu helgi, eru særðir eftir 0-3 tap í deildinni fyrr í sumar og bikarleikinn magnaða þar sem allt stefndi í framlengingu þegar Víkingar tryggðu sér sigur í blálokon.

En mestu lætin milli þessara liða voru í júlí 2020, í leik í Vesturbænum sem KR vann 2-0. Leikur sem rennur þeim sem hann sáu seint úr minni. Mikið fjölmiðlafár skapaðist í kjölfarið og í tilefni af viðureigninni á morgun rifjum við þann leik upp.

„Leikur KR og Víkings á Meistaravöllum var engu líkur. Það fóru þrjú rauð spjöld á loft og öll voru þau á Víkinga. Halldór Smári Sigurðsson, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen fengu allir að líta rauða spjaldið í leiknum," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í frétt um leikinn laugardaginn 4. júlí 2020.

Sjáðu rauðu spjöldin sem Víkingar fengu á Meistaravöllum

Pablo Punyed sem er leikmaður Víkings í dag lék þarna með KR og var svo sannarlega í eldlínunni. Þegar Sölvi fékk rauða spjaldið ýtti Pablo honum með þeim afleiðingum að Sölvi fór í andlit Stefáns Árna. Helgi Mikael Jónasson dómari lyfti upp rauða spjaldinu við litla hrifningu Sölva.

Sölvi var lengi af velli og var hann gríðarlega pirraður. Hann lét svo Einar Inga Jóhannsson, fjórða dómara, heyra það þegar hann fór út af. „Fokkaðu þér aumingi," sagði Sölvi við Einar Inga í pirringi sínum. Sölvi sendi frá sér yfirlýsingu tveimur dögum eftir leik og sagðist harma framkomu sína. Hann var á endanum dæmdur í þriggja leikja bann.

Í yfirlýsingu Víkings sagði að félagið teldi að í öllum tilfellunum þremur hafi Helgi Mikael gert mistök með því að lyfta rauða spjaldinu en Kristinn Jakobsson sagði í viðtali að Helgi hafi verið með tvö af þremur rauðu spjöldunum rétt. Hann sagði jafnframt að Víkingar hafi verið rændir vítapsyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Kennie Chopart fór í andlit Nikolaj Hansen.

„Þetta dómaratríó sem dæmir þennan leik tekur þetta í sínar hendur. Þeir eyðileggja þennan leik," sagði Kári Árnason í viðtali eftir leikinn en Kári sagði Kristján Flóka Finnbogason hafa fiskað sig af velli með leikaraskap. Helgi Mikael sýndi Kára rauða spjaldið þar sem hann taldi hann vera að ræna Kristján Flóka upplögðu marktækifæri. Kristján Flóki viðurkenndi eftir leik að hafa farið auðveldlega niður.

KR-ingar nýttu sér liðsmuninn og unnu 2-0 sigur í þessum ógleymanlega leik, Kristján Flóki Finnbogason ('61) og Pablo Punyed ('88) skoruðu mörkin. Magnús Þór Jónsson fjallaði um leikinn fyrir Fótbolta.net og hér má sjá skýrslu hans.

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi leikur fór fram. Sölvi er nú aðstoðarþjálfari Víkings og Kári yfirmaður fótboltamála. Þeir verða á hliðarlínunni í leiknum á morgun en dómarinn verður sá sami, Helgi Mikael.

Sjá einnig:
Síðasta umferð fyrir tvískiptingu - Sjö atriði til að fylgjast með á laugardag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner