Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. október 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Bikarúrslitaleikur á Laugardalsvelli
ÍA og Víkingur eigast við á Laugardalsvelli
ÍA og Víkingur eigast við á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA og Víkingur R. eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á Laugardalsvelli í dag en leikurinn hefst klukkan 15:00.

Það verður allt undir í þessum síðasta leik tímabilsins á Íslandi. ÍA hefur ekki komist í bikarúrslit í átján ár og magnað gengi liðsins undir lok tímabilsins, þar sem liðið hélt sér uppi, hefur búið til mikla stemningu í kringum liðið.

Víkingur varð á dögunum Íslandsmeistari. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason hætta eftir þennan leik og draumur þeirra um að vinna tvöfalt á lífi.

Miðasala hefur gengið vel og má búast við rífandi stemningu á þjóðarleikvanginum klukkan 15:00.

Leikur dagsins:
15:00 ÍA-Víkingur R. (Laugardalsvöllur)

Athugasemdir
banner