Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Slegers ráðin hjá Arsenal til frambúðar (Staðfest)
Mynd: EPA
Rene Slegers hefur verið ráðin til að stýra kvennaliði Arsenal til frambúðar eftir gott gengi liðsins meðan hún var bráðabirgðastjóri.

Jonas Eidevall lét af störfum í október eftir dapra byrjun á tímabilinu og var Slegers, sem er 35 ára Hollendingur, ráðin til bráðabirgða.

Undir stjórn Slegers hefur Arsenal unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli, skorað 31 mark og fengið á sig aðeins fimm. Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Slegers hefur nú skrifað undir eins og hálfs árs samning.

„Það er sannur heiður að starfa hjá þessu félagi," segir Slegers.
Athugasemdir
banner
banner
banner