Tíma Christian Eriksen hjá Manchester United er að ljúka. Samningur hans rennur út eftir tímabilið og mun hann ekki framlengja að sögn Fabrizio Romano.
Romano segir að Eriksen fari fljótlega að skoða aðra möguleika þar sem samningur hans verður ekki framlengdur.
Romano segir að Eriksen fari fljótlega að skoða aðra möguleika þar sem samningur hans verður ekki framlengdur.
Eriksen hefur ekki verið í aðalhlutverki frá því hann kom til Man Utd sumarið 2022.
Þessi 33 ára gamli danski miðjumaður hefur alls spilað 93 leiki fyrir félagið og skorað sjö mörk.
Tipsbladet tekur saman fimm mögulega áfangastaði fyrir Eriksen í sumar en þar eru nefnd til sögunnar Brentford og Norwich á Englandi, OB í Danmörku, Ajax í Hollandi og Wolfsburg í Þýskalandi.
Eriksen er einn besti fótboltamaður í sögu Danmerkur en hann hefur spilað 140 landsleiki fyrir þjóðina.
Athugasemdir