Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 17. apríl 2025 18:18
Sverrir Örn Einarsson
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Oliver Heiðarsson
Oliver Heiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ógeðslega ánægður. Við vorum alveg að búast við því að gefa þeim góðan leik og við gerðum það í dag. Mér líður eins og þeir hafi bara aldrei átt möguleika við vorum bara betri frá fyrstu mínútu.“ Sagði að vonum ánægður leikmaður ÍBV Oliver Heiðarsson eftir 3-0 sigur Eyjamanna á Víkingum í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins en leikið var á Þórsvelli í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 Víkingur R.

Mjólkurbikarinn hefur verið keppni Víkinga undanfarin ár og hefur lið þeirra verið í úrslitum á hverju ári frá árinu 2019 ef undanskilið er árið 2020 þegar keppnin var ekki kláruð. Hvernig er fyrir ÍBV að henda þeim út í 32 liða úrslitum?

„Það er bara risastórt. Ég sjálfur tapaði fyrir þeim í úrslitum fyrir nokkrum árum svo það er sætt að ná að kasta þeim út og hefna mín aðeins..“

Um hvað Eyjaliðið tekur út úr leiknum og það veganesti sem sigurinn getur gefið liðinu í Bestu deildinni sagði Oliver.

„Mjög gott og gefur okkur aukakraft inn í tímabilið. Við höfum ekki náð að skora í fyrstu tveimur leikjunum þannig að það er gott að geta sett þrjú á að mati flestra besta liðið í deildinni.“

Sagði Oliver en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner