

„Mér líður ekki vel. Það er ekki gott að tapa og mér líður alls ekki vel,” sagði Perry Mclachlan þjálfari KR sem var að vonum svekktur eftir 4:0 tap gegn Aftureldingu á heimavelli í kvöld í Lengudeild kvenna.
KR lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins sem riðlaði leikskipulagi KR-liðsins.
„Það er augljóslega ekki gott að lenda undir svona snemma leiks. Það er aldrei leikplanið, ” sagði Perry og bætti því við að staðsetningar liðsins hefðu mátt bera betri.
„Við þurfum að nýta færin okkar betur, verjast betur og vera þéttari. Vinna fyrsta og annan bolta og vera ákveðnari í að vilja fá boltann, vinna þessar tæklingar og vera á undan í boltann,” sagði Perry meðal annars.
Nánar er rætt við Perry í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir