Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   sun 17. júlí 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Ekkert verra að vera í góðum takti
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bjuggumst ekki við neinu öðru en að þetta yrði erfiður leikur og það varð raunin. Liðin skiptust á að vera með frumkvæði og liðið sem var með forystu það gaf eftir frumkvæðið. Bæði við í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir í fyrri hálfleik og svo þeir þegar þeir komust yfir. Bæði lið fóru í að reyna verja forskotið sitt og mér fannst langbesti kaflinn okkar vera þegar við vorum komnir undir.“
Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um leikinn eftir að Blikar undir hans stjórn sóttu 3 stig á HS Orkuvöllinn í Keflavík með 3-2 sigri þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var sveiflukenndur að mörgu leyti og lá fréttaritara forvitni á að vita hvort Óskar teldi að leikjaálag undafarina vikna ætti einhvern þátt í því?

„Nei ég vill alls ekki meina það. Þú getur valið hvað er erfitt, það er líka erfitt að spila þegar það er langt á milli leikja og oft ekkert verra að vera í góðum takti og spila á þriggja daga fresti. Mér fannst orkustigið í leiknum alls ekki vera lélegt og var til dæmis síðasti hálftíminn mjög kröftugur af okkar hálfu. Það verður erfitt fyrir okkur að kenna álagi um, þetta er bara hluti af leiknum.“

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Óskars fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var þar með sendur upp í stúku. Hvað gekk á þar?

„Hann átti í einhverjum orðaskiptum við fjórða dómara og ég hef heyrt töluvert verri hluti í boðvöngum íslenskra deildarleikja. Mér fannst þetta harkalegt og algjörlega óþarfi og alls ekki í takt við stemminguna sem var í leiknum en þeir stjórna þessu og verða að eiga það við sig.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner