Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   sun 17. júlí 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Ekkert verra að vera í góðum takti
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bjuggumst ekki við neinu öðru en að þetta yrði erfiður leikur og það varð raunin. Liðin skiptust á að vera með frumkvæði og liðið sem var með forystu það gaf eftir frumkvæðið. Bæði við í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir í fyrri hálfleik og svo þeir þegar þeir komust yfir. Bæði lið fóru í að reyna verja forskotið sitt og mér fannst langbesti kaflinn okkar vera þegar við vorum komnir undir.“
Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um leikinn eftir að Blikar undir hans stjórn sóttu 3 stig á HS Orkuvöllinn í Keflavík með 3-2 sigri þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var sveiflukenndur að mörgu leyti og lá fréttaritara forvitni á að vita hvort Óskar teldi að leikjaálag undafarina vikna ætti einhvern þátt í því?

„Nei ég vill alls ekki meina það. Þú getur valið hvað er erfitt, það er líka erfitt að spila þegar það er langt á milli leikja og oft ekkert verra að vera í góðum takti og spila á þriggja daga fresti. Mér fannst orkustigið í leiknum alls ekki vera lélegt og var til dæmis síðasti hálftíminn mjög kröftugur af okkar hálfu. Það verður erfitt fyrir okkur að kenna álagi um, þetta er bara hluti af leiknum.“

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Óskars fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var þar með sendur upp í stúku. Hvað gekk á þar?

„Hann átti í einhverjum orðaskiptum við fjórða dómara og ég hef heyrt töluvert verri hluti í boðvöngum íslenskra deildarleikja. Mér fannst þetta harkalegt og algjörlega óþarfi og alls ekki í takt við stemminguna sem var í leiknum en þeir stjórna þessu og verða að eiga það við sig.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner