Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 17. júlí 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Ekkert verra að vera í góðum takti
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bjuggumst ekki við neinu öðru en að þetta yrði erfiður leikur og það varð raunin. Liðin skiptust á að vera með frumkvæði og liðið sem var með forystu það gaf eftir frumkvæðið. Bæði við í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir í fyrri hálfleik og svo þeir þegar þeir komust yfir. Bæði lið fóru í að reyna verja forskotið sitt og mér fannst langbesti kaflinn okkar vera þegar við vorum komnir undir.“
Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um leikinn eftir að Blikar undir hans stjórn sóttu 3 stig á HS Orkuvöllinn í Keflavík með 3-2 sigri þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var sveiflukenndur að mörgu leyti og lá fréttaritara forvitni á að vita hvort Óskar teldi að leikjaálag undafarina vikna ætti einhvern þátt í því?

„Nei ég vill alls ekki meina það. Þú getur valið hvað er erfitt, það er líka erfitt að spila þegar það er langt á milli leikja og oft ekkert verra að vera í góðum takti og spila á þriggja daga fresti. Mér fannst orkustigið í leiknum alls ekki vera lélegt og var til dæmis síðasti hálftíminn mjög kröftugur af okkar hálfu. Það verður erfitt fyrir okkur að kenna álagi um, þetta er bara hluti af leiknum.“

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Óskars fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var þar með sendur upp í stúku. Hvað gekk á þar?

„Hann átti í einhverjum orðaskiptum við fjórða dómara og ég hef heyrt töluvert verri hluti í boðvöngum íslenskra deildarleikja. Mér fannst þetta harkalegt og algjörlega óþarfi og alls ekki í takt við stemminguna sem var í leiknum en þeir stjórna þessu og verða að eiga það við sig.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner