Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   sun 17. júlí 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Ekkert verra að vera í góðum takti
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bjuggumst ekki við neinu öðru en að þetta yrði erfiður leikur og það varð raunin. Liðin skiptust á að vera með frumkvæði og liðið sem var með forystu það gaf eftir frumkvæðið. Bæði við í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir í fyrri hálfleik og svo þeir þegar þeir komust yfir. Bæði lið fóru í að reyna verja forskotið sitt og mér fannst langbesti kaflinn okkar vera þegar við vorum komnir undir.“
Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um leikinn eftir að Blikar undir hans stjórn sóttu 3 stig á HS Orkuvöllinn í Keflavík með 3-2 sigri þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var sveiflukenndur að mörgu leyti og lá fréttaritara forvitni á að vita hvort Óskar teldi að leikjaálag undafarina vikna ætti einhvern þátt í því?

„Nei ég vill alls ekki meina það. Þú getur valið hvað er erfitt, það er líka erfitt að spila þegar það er langt á milli leikja og oft ekkert verra að vera í góðum takti og spila á þriggja daga fresti. Mér fannst orkustigið í leiknum alls ekki vera lélegt og var til dæmis síðasti hálftíminn mjög kröftugur af okkar hálfu. Það verður erfitt fyrir okkur að kenna álagi um, þetta er bara hluti af leiknum.“

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Óskars fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var þar með sendur upp í stúku. Hvað gekk á þar?

„Hann átti í einhverjum orðaskiptum við fjórða dómara og ég hef heyrt töluvert verri hluti í boðvöngum íslenskra deildarleikja. Mér fannst þetta harkalegt og algjörlega óþarfi og alls ekki í takt við stemminguna sem var í leiknum en þeir stjórna þessu og verða að eiga það við sig.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner