Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
   sun 17. júlí 2022 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Ekkert verra að vera í góðum takti
watermark Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bjuggumst ekki við neinu öðru en að þetta yrði erfiður leikur og það varð raunin. Liðin skiptust á að vera með frumkvæði og liðið sem var með forystu það gaf eftir frumkvæðið. Bæði við í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir í fyrri hálfleik og svo þeir þegar þeir komust yfir. Bæði lið fóru í að reyna verja forskotið sitt og mér fannst langbesti kaflinn okkar vera þegar við vorum komnir undir.“
Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um leikinn eftir að Blikar undir hans stjórn sóttu 3 stig á HS Orkuvöllinn í Keflavík með 3-2 sigri þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Leikurinn var sveiflukenndur að mörgu leyti og lá fréttaritara forvitni á að vita hvort Óskar teldi að leikjaálag undafarina vikna ætti einhvern þátt í því?

„Nei ég vill alls ekki meina það. Þú getur valið hvað er erfitt, það er líka erfitt að spila þegar það er langt á milli leikja og oft ekkert verra að vera í góðum takti og spila á þriggja daga fresti. Mér fannst orkustigið í leiknum alls ekki vera lélegt og var til dæmis síðasti hálftíminn mjög kröftugur af okkar hálfu. Það verður erfitt fyrir okkur að kenna álagi um, þetta er bara hluti af leiknum.“

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Óskars fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var þar með sendur upp í stúku. Hvað gekk á þar?

„Hann átti í einhverjum orðaskiptum við fjórða dómara og ég hef heyrt töluvert verri hluti í boðvöngum íslenskra deildarleikja. Mér fannst þetta harkalegt og algjörlega óþarfi og alls ekki í takt við stemminguna sem var í leiknum en þeir stjórna þessu og verða að eiga það við sig.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner