Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 17. ágúst 2019 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhannes Karl: Lilja Dögg betri í kollinum heldur en sálinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR var stoltur af frammistöðu liðsins þrátt fyrir tap gegn Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

KR komst yfir í fyrri hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir Selfoss og fór leikurinn í framlengingu. Þar gerði Þóra Jónsdóttir sigurmarkið á 102. mínútu.

„Þetta er sárt, það er erfitt að taka þessu. Maður þarf aðeins að jafna sig, við lögðum allt í þetta og mér fannst stelpurnar standa sig virkilega vel í dag. Þetta eru bara tvö hörkulið og annað þeirra verður að tapa," sagði Jóhannes að leikslokum.

Jóhannes telur færanýtinguna hafa gert gæfumuninn enda klúðruðu bæði lið góðum færum í leiknum.

Lilja Dögg Valþórsdóttir þurfti að fara af velli snemma leiks eftir að hafa fengið harkalegt höfuðhögg. Jóhannes staðfestir þó að hún hafi ekki fengið heilahristing.

„Ég held hún sé betri í kollinum núna heldur en sálinni. Hún fékk bara höfuðhögg og í rauninni ekki heilahristingur eða neitt slíkt. Hún bólgnaði upp og fékk kúlu á hausinn, sem varð til þess að við urðum að taka hana útaf."

Jóhannes vonar að góðar frammistöður í bikarnum veiti leikmönnum sínum aukna trú fyrir lokakafla Pepsi Max-deildarinnar þar sem KR er í fallbaráttu.

„Þó að bikarinn gefi ekki stig þá getur hann kannski gefið okkur smá metnað og sýnt okkur hvað við getum gert í deildinni."

KR á erfiða leiki eftir út tímabilið og er aðeins þremur stigum frá fallsæti, þó með leik til góða.
Athugasemdir