Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 17. ágúst 2019 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhannes Karl: Lilja Dögg betri í kollinum heldur en sálinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR var stoltur af frammistöðu liðsins þrátt fyrir tap gegn Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

KR komst yfir í fyrri hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir Selfoss og fór leikurinn í framlengingu. Þar gerði Þóra Jónsdóttir sigurmarkið á 102. mínútu.

„Þetta er sárt, það er erfitt að taka þessu. Maður þarf aðeins að jafna sig, við lögðum allt í þetta og mér fannst stelpurnar standa sig virkilega vel í dag. Þetta eru bara tvö hörkulið og annað þeirra verður að tapa," sagði Jóhannes að leikslokum.

Jóhannes telur færanýtinguna hafa gert gæfumuninn enda klúðruðu bæði lið góðum færum í leiknum.

Lilja Dögg Valþórsdóttir þurfti að fara af velli snemma leiks eftir að hafa fengið harkalegt höfuðhögg. Jóhannes staðfestir þó að hún hafi ekki fengið heilahristing.

„Ég held hún sé betri í kollinum núna heldur en sálinni. Hún fékk bara höfuðhögg og í rauninni ekki heilahristingur eða neitt slíkt. Hún bólgnaði upp og fékk kúlu á hausinn, sem varð til þess að við urðum að taka hana útaf."

Jóhannes vonar að góðar frammistöður í bikarnum veiti leikmönnum sínum aukna trú fyrir lokakafla Pepsi Max-deildarinnar þar sem KR er í fallbaráttu.

„Þó að bikarinn gefi ekki stig þá getur hann kannski gefið okkur smá metnað og sýnt okkur hvað við getum gert í deildinni."

KR á erfiða leiki eftir út tímabilið og er aðeins þremur stigum frá fallsæti, þó með leik til góða.
Athugasemdir